Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 179
ingu við umrædda klæðispjötlu, bæði vegna eirgrænunnar á henni
og sökum þess, að pjatlan féll nákvæmlega í hvolf sylgjunnar. Þótti
mér einsýnt, að þetta væru leifar af kjól, sem haldið hefði verið að
mittinu með tvöfaldri snúru og á henni að framan hefði sylgjan
verið. Við fengum staðfestingu á því, að við hefðum þarna fundið
pjötlu af kjólnum, er við rannsökuðum litla pjötlu, sem sýnilega var
úr hálslíningu, því pjatla þessi var úr nákvæmlega sams konar brúnu
efni og sylgjan hafði verið fest á. Líningin var gerð með grænum
útsaum og líkt og fóðruð með smágerðu, hvítu ullarefni. Hér að
auki fundust leifar af tveim til þremur öðrum ofnum efnum (nær-
skyrta?, serkur?) ásamt pjötlu af grófara efni, samansaumuðu og
gæti verið úr yfirhöfn eða líkklæðum.
Að auki komu í Ijós 35 glerperlur, sumar hverjar mislitar, að lík-
indum úr hálsfesti, en þær voru nokkuð dreifðar af völdum upp-
blástursins. Hér fundust aldeilis engar menjar spjóts, skjaldarbólu
ellegar sverðs, aftur á móti nokkrir járnnaglar og skeifa ásamt
leifum af hníf eða rýtingi; að lokum stór löng járnhringja úr
hnakkgjörð og sízt að furða því við höfðum einmitt fundið hross-
bein hjá líkinu.
A árbakkanum fundust nokkrir steinar, sem litu út fyrir að hafa
borizt ofan að. Hafa þeir ef til vill legið umhverfis og yfir beina-
grind hestsins. Eftir jarðveginum í kring að dæma virtust maður
og hestur hafa verið jarðsettir rétt undir yfirborði sandsins. Mátti
ráða af tveim ljósum rákum í þverskurðinum ofan á gröfinni, að
hér hafi a. m. k. tvívegis frá söguöld fallið eldfjallaaska.
Fundur þessi virðist benda á, að göfug, ættstór kona hafi verið
heygð hér á bökkum Jökulsár.
Hún var færð til grafar í skrautlegum, ríkmannlegum sjaldhafn-
arfötum og að líkum hefur það verið eftirlætisfákur hennar, sem
felldur var við gröfina og lagður að fótum henni.
Vart leiða margir að því hugann þegar það gerist nú á dögum,
að lífvörður eða hestasveinn teymir skrautfák hins látna á eftir
líkvagninum við jarðarfarir fursta ellegar háttstandandi herfor-
ingja, að þessi siður er kominn frá þeim tíma, er hesturinn varð
samkvæmt tíðaranda að fylgja húsbónda sínum í dauðann, - og þó
er það svo.
múlaþinc -12
177