Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 55
mér stundum dottið í hug að þetta hafi ekki að öllu leyti verið
ólíkt eiturlyfj anotkun nútímans.
Það var því síður en svo, að ég hugsaði til þess með neinni á-
nægju að þurfa að dveljast einn næturlangt á beitarhúsunum, þeg-
ar svo það bættist við, að ég myndi engan stað á jarðríki síður
hafa kosið til slíkrar dvalar en Selið. Stóð þannig á því, að í minni
fyrstu bernsku dvaldi á Fossvöllum gamall maður, sem Kjartan
hét. Hann hafði um langt skeið verið vinnumaður hjá foreldrum
mínum, en var nú farinn að heilsu og gat ekkert unnið. Hann hafði
um eitthvert skeið verið beitarhúsasmali þarna á Selinu. Kunni
hann margar sögur að segja frá þeim tíma. Hafði hann mikið
þurft að kljást þar við drauga. En þar að auki kunni hann ótal sög-
ur um aðra smala, sem hlotið höfðu þar sömu reynslu og hann.
Ein var þessi:
Smali sá er Erlendur hét var eitt sinn að enda við að binda á sig
skauta, en glærasvell var alla leið heim til bæjar. Verður honum
þá litið inn eftir mýrarsundi, sem liggur rétt neðan við beitarhúsin.
Sér hann þá koma á fleygiferð innan gljána Þorgeirsbola, á honum
ríður Eyjasels-Móri, en á húðinni sitja Möðrudals-Manga, Dísa,
Moruleistur og margir Lallar og Skottur, sem ég man ekki lengur
nöfn á. Fór þessi fylking með ofsahraða. Erlendur hafði ekkert
annað fangaráð en að snara sér út á svellið á skautunum og hraða
för sinni sem mest hann mátti. Leit hann aldrei við á leiðinni, fyrr
en heima á hlaði á Fossvöllum. Var þá draugaliðið fyrir framan
túnið. Mátti því heita, að hvorki hefði dregið sundur né saman á
leiðinni. Þótti þetta hið mesta afrek. Sögu þessa taldi Kjartan
sanna. Nefndi hann sérstaklega til sannindamerkis um hana, að Er-
lendur þessi, sem kapphlaup þetta þreytti, hefði verið faðir kerl-
ingar einnar, sem um þessar mundir var flökkukerling á Héraði og
við þekktum mætavel. Hét hún Anna.
Af sinni eigin reynslu hafði Kjartan það að segja, að hann sá
alltaf drauga þarna á Selinu. Var það einkum einn sem virtist halda
sig þar að staðaldri. Var svo að skilja, að þann draug hefði hann
séð daglega. Taldi Kjartan, að hann hefði haft þarna fast aðsetur.
En svo voru aðrir, sem ekki voru eins tíðir. Taldi Kjartan að það
mulaþing
53