Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 176
sem ailar koma undan norðurrönd Vatnajökuls; eins og í öðrum
jökulám, er vatn hennar mjólkurhvítt, botninn sandkvika, og hún
beljar fram til hafs í flughröðum straumi. Á sólríkum sumrum,
eins og þetta sumar var, verður ör bráðnun á jöklinum og straum-
urinn svo mikill, að ekki er hægt að sundleggja hesta. Á efri hluta
Jökulsár er hvorki ferja né brú og við bæinn Brú, þar sem eins og
nafnið bendir til á áður fyrr (fyrir 1700) að hafa verið steinbrú
frá náttúrunnar hendi, er nú aðeins kláfferja (höf. notar hér orðið
luftfærge, þýð.), sem einn maður getur farið í yfir um í einu. Af
þessum sökum komumst við ekki með hesta okkar yfir á vinstri
bakka árinnar og urðum að eftirláta klyfjahesta og farangur á
Aaðalbóli.
Jökuldalur hefur áður fyrr verið byggður langtum lengra inn
eftir í átt að jöklinum en nú er. Nær bökkum árinnar sjást sums
staðar rústir bæja, sem farið hafa í eyði, nokkrir í svartadauða,
aðrir við gosið í Oskju 1875, er hún spjó hinu þykka öskulagi yfir
landið, og á enn öðrum stöðum vitna örnefni um forna byggð.
Þessi eini staður á Jökuldal, sem við fengum tækifæri til að
heimsækja, er stutt austan við Brú. Hér sáum við hvar áðurnefnt
Reykjasel á að hafa verið, um það hil mílufjórðung til hálfa mílu
sunnan Brúar og austan Jökulsár. Engar eru þar þó sýnilegar húsa-
tættur. Litlu norðar, nokkurn veginn gegnt Brú, sjást aftur á móti
tætturnar á Bakkastöðum, sem var kirkjustaður og sést þar, auk
samansiginna tótta, hringhlaðinn garður um 20 skref í þvermál og
halda menn þar fornan kirkjugarð.
Eftir sögn Eiríks bónda á Brú eiga að vera fleiri eyðibýli á
vinstri bakka J ökulsár:
Fyrir norðan Brú, milli Brúar og Eiríksstaða, eru t. d. Örrustaðir
(Orrustustaðir) innan við Höll.
Um það bil 10 mínútna reið suður frá Brú eru svo Steingríms-
staðir, og sjást þar nokkrar tættur; um klukkutíma reið frá Brú við
Reykjará - nær því gegnt Reykjaseli - er einnig eyðibýli; enn
nokkru sunnar eru Ytri- og Innri-Garðar (Ytri- og Fremri-Garðar)
og eru greinilegar tættur á hinum fyrrnefnda stað, en óljósar á hin-
um.
Á Laugarvalladal, þriggja til fjögurra stunda reið frá Brú, er
174
MÚLAÞING