Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 58
HALLDÓR VÍGLUNDSSON
Með klár og kerru
Ármann Halldórsson kennari og fræðimaður á Eiðum hefur
beðið mig að reyna að rifja upp eftir minni dálítið eftirminnilegt
ferðalag, sem ég fór sumarið 1928. Reyndar er varla rétt að tala um
ferðalag mitt, því að þetta sumar var ég í vinnuflokki hjá Brynj-
ólfi Eiríkssyni símaverkstjóra, sem í fjöldamörg ár gegndi því
starfi hér á Austurlandi og annaðist bæði eftirlit og nýbyggingar
símalína.
Fjölmargir hér á Austurlandi muna Brynjólf vel enn í dag og man
ég, að hann gekk undir gælunafninu Síma-Brynki. Eg segi gælu-
nafni, vegna þess, að eftir því sem ég þekkti, var Síma-Brynki mj ög
vinsæll maður og vann sitt starf með prýði. Hins vegar var mér í
nokkurn tíma hálfgert í nöp við hann, vegna þess, að það var hann
sem úthlutaði mér því hlutverki, sem ég gegndi í þessu ferðalagi,
sem ég fór sumarið 1928 ásamt félögum mínum fjórum.
Þetta sumar vorum við fimm á eftirliti, sem kallað var, það er
önnuðumst viðhald símalínunnar frá Hornafirði til Akureyrar.
Hef ég stundum sagt í gamni við kunningja mína, að sumarið 1928
hafi ég farið gangandi frá Hornafirði til Akureyrar, lagt af stað kl.
7 að morgni frá Hornafirði og komið til Akureyrar kl. liðlega 18
að kvöldi. Hefur það alloft vakið fjörugar deilur, hvort þetta hefði
verið hægt, og niðurstaðan venjulega orðið sú, að ég væri stórlyg-
ari af 1. gráðu, þar til ég hef upplýst, að hartnær fjórir mánuðir
liðu milli morgunsins, sem ég lagði af stað, frá Hornafiröi og
kvöldsins, er ég kom til Akureyrar. En sleppum nú öllu gamni og
hefjum frásögnina.
56
MÚLAÞING