Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 76
lék falleg, létt lög á píanó á meðan myndin stóð yfir. Ég var sem
bergnuminn og var svo óvarkár að hafa orð á þessu um kvöldið, er
við vorum komnir í tjöldin, livað stúlkan hefði verið falleg og hvað
það hefði verið yndislegt að heyra hana spila. Stríðni og glósur um
kvensemi létu ekki á sér standa. Félagar mínir flestir voru við skál,
en aldrei slíku vant svaraði ég engu, fór að sofa og dreymdi um nótt-
ina píanóleik fallegu stúlkunnar, sem ég fékk aldrei að vita hver
var.
Ekki á því að láta sig, sá litli
Eins og kunnugt er var áður siður að hýða börn á föstudaginn langa: „Þá
var siður að hýða börnin fyrir allar syndir þeirra á föstunni og yfir höfuð til
þess að láta þau taka einskonar þátt í písl Krists“ ... „Eitt var það í uppeld-
inu, að láta allar hýðingar barna falla niður á föstunni og geyraa hegninguna
fyrir allar syndir hennar föstudeginum langa. Mun þetta hafa haldizt í einstöku
stöðum hér á landi frara undir eða yfir 1850“ (Jónas Jónsson, Isl. þjóðhættir).
Þá greinir Jónas einnig frá því, að börn hafi oft verið látin kyssa vöndinn
að lokinni hýðingu, en ekki getur hann þess sérstaklega í sambandi við fyrr-
greindar refsingar. Hefur það þó auðsjáanlega eitthvað verið tíðkað eins og
eftirfarandi saga sýnir:
Eitt sinn að morgni föstudagsins langa var verið að leggja þessa skyldugu
refsingu á strák nokkurn og fór athöfnin fram í baðstofunni. Þar inni hjá sat
afi stráksins og las í guðsorðabók. Mun hann hafa verið prestur.
Þegar þeim, er kærleiksverkið framdi, þótti nóg lamið að sinni, skipaði hann
stráknum að kyssa vöndinn, en strákur neitaði. Lítur þá afi hans upp úr guðs-
orðinu og segir: „Hýðið hann meira, þetta er óguðlegur þræll." Þá svarar
strákur: „Djöfullinn eigi hann afa minn.“ Það hafði hann sagt síðar á lífsleið-
inni, er hann greindi frá þessum atburði, að fyrr hefði hann látið ganga af sér
dauðum en kyssa vöndinn.
(Sagan er höfð eftir Eyjólfi Hannessyni, er heyrði hana í æsku og það með,
að þetta hefðu verið forfeður hans, sem þarna áttu hlut að máli, en ekki veit
hann nánar hverjir þeir voru.)
74
MÚLAÞING