Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 19
Stefán fær vitneskju um það, aS Pétur á HákonarstöSum á galdra-
bók, komna frá galdrameistaranum á SkinnastaS. Hann virSist líta
þetta óhýru auga og gat hafa haft sagnir af þessari bók og þeim
sem meS hana fóru, og sjálfsagt þaS sem þá var af verra taginu.
Séra Stefán er sonur Arna prests á Kirkjubæ, Þorsteinssonar og
Bjargar dóttur Péturs sýslumanns Þorsteinssonar. ÞjóSlegur andi
ríkti með fólki, sem komiS var af Pétri sýslumanni og virðist séra
Stefán hafa veriS nokkuS einstakur í þeirri ætt, eftir því sem síSar
kom fram. Séra Árni Þorsteinsson var alinn upp á Presthólum í
Núpasveit, fæddur 1753. Var hann almennt talinn sonur séra Stefáns
á Presthólum, Þorleifssonar. Hann elst upp á þeim tíma sem Galdra-
Ari býr í Krossavík, hinum megin víS AxarfjarSarheiSi, og fær
sitt kenninafn af göldrum, sem veriS hafa í sögum á þeim dögum.
Þetta gat verið nóg til þess að séra Stefán fær heldur illan bifur á
bók meistarans í sínu kristna prófastsdæmi. Séra Stefán virðist leita
þess allfast að fá þessa bók og lætur þess auðvitað ekki getið, hvað
hann ætli að gera við hana, og sjálfsagt hafa þeir Hákonarstaða-
Pétur orðið vel kunnugir og enda vinir, og þótti báðum gott í
staupinu. Hákonarstaða-Pétur dó 1821 og bókin gengur náttúrlega
í erfðir til sonar hans Péturs, sem tók við búi á Hákonarstöðum,
hinn mikilhæfasti maður. Sá Pétur hlaut kenninafnið Jökull, af ferð
sinni 1834 um Odáðahraun til að leita gamals vegar milli Austur-
og Suðurlands, er lá um þessar slóðir en þá týndur og aflagður.
Sjö árum eftir að Hákonarstaða-Pétur dó fæddist Pétri Jökli son-
ur, sem látinn var heita Pétur. Hann tók við Jökulsnafninu, ekki af
neinum jökulförum, heldur fyrst og fremst af því, að í fari hans og
veru spegluðust gjarnast hin gleggstu sveitareinkenni Jökuldals.
Hann fékk eiginlega nafn af dalnum og var samnefnari alls sem mest
var á Jökuldal. Hann gerðist brátt hinn mesti listamaður á smíðar
og skrift og mætti virðast, að galdrabók séra Einars hafi átt eigi
lítinn þátt í ritsnilld hans, sem á daginn kemur.
Pétur Jökull eldri var því meira virður sem hann varð eldri og
þótti mjög bera af bændum austanlands á þessum tíma. Var hann
vel við efni og sýndi í ýmsu, að hann var heitur þjóðfrelsismaður
er til átakanna kom við Dani eftir 1840. Varð hann varaþingmaður
Norðmýlinga 1845, en þá þótti mikið mál að ríða á alþing úr
MÚLAÞING - 2
17