Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 42
að undir ritgerðinni um grös og steina stendur: Aktor Jón Guð-
mundsson lærðe. Þetta er ósvikinn 17. aldar ritháttur og Pétur veit,
að það er rétt að skrifa lærði, en honum dettur ekki í hug að breyta
því, enda hefði þá bókin orðið öll önnur bók, ef slíkar breytingar
hefðu verið gerðar. Nú er það gáta hvað Pétur meinti með athuga-
semd sinni í bókarlok um kerlingarsögur. Er þetta álit hans á allri
bókinni eða nær það aðeins til þessara 4 síðustu smákafla, sem
hver maður sér, sem athugar málið, að eru í mesta máta órökrænir.
Ég hallast að því, að þessi kerlingasögudómur hans nái ekki yfir
annað efni bókarinnar, en þessa 4 kafla.
Þannig er hún þá galdrabók séra Einars galdrameistara, fjölbreytt
að efni, safnrit, sem eingöngu er þjóðfræðalegs efnis, og inniheldur
ritgerðir, sem eru komnar frá Jóni lærða, og það hefur verið til
bók eftir hann, sem lýst hefur verið að nokkru um innihald, og þessu
svipar svo saman í sumri gjörð, að frekari spurnir vakna um
samband þeirra á milli. Jón lærði mætti fyrir dómi á Bessastöðum
1. ágúst 1631, en þar var hann borinn göldrum. Þar lagði hann
fram bók sína til skoðunar og þar er henni lýst að nokkru, en
engin heildarathugun hefur farið fram á efni hennar. Samt úrskurða
dómendur þessa bók eigi vera galdrabók, þar sem í henni finnist
ekkert sem nota eigi til meins mönnum og skepnum.
Jón lærði var allra manna, er þá voru uppi, lærðastur í hinu forna
rúnaletri, sem notað hefur verið í árdaga bókmennta til að geyma
hugsanir manna, svo sem síðar hefur orðið að prentlist og bók-
menntum, sem nú skipa sitt stóra rúm í lífi mannkynsins. I byrjun
17. aldar er þekkingin á þessum gömlu dómum sögunnar orðin
harla lítil, en um líkt leyti byrjar áhuginn fyrir hinum norrænu
fræðum að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum, enda var Heims-
kringla öll þýdd og gefin út í Svíþjóð 1599. Það voru því Danir,
sem létu sig málið mestu skipta, og svo er enn í dag, og nú var það
ljóst, að rúnirnar, hið elzta ritmál, var ein höfuðgrein þessara
merkilegu fræða, sem áttu sitt líf og sinn anda í fornum bókum Is-
lendinga. Ole Worm starfaði þá við Kaupmannahafnarháskóla og
hann var forustumaður þessara fræða í háskólanum og naut þess
að hafa samband við fróða og gáfaða íslendinga. Og þegar Jón
lærði kom utan af íslandi um 1635, dæmdur sakamaður, útlægur af
40
MÚLAÞING