Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 16
í eyði, nema Hrappsstaðir, og eftir því sem síðar verður, virðast
það vera börn séra Einars, sum, sem eiga þessar jarðir.
Og nú halda þau til Vopnafjarðar hnigin að aldri. Þangað eru
börn þeirra komin, flest, og virðast hafa bjarglegar ástæður, en ekki
geta þau talizt rík. Þau ætla að fara að Sunnudal þar í sveit. Var það
til forna góð jörð og er það í eðli sínu, en ekki er hún í ábúð í
neinu bænda- eða manntali á 18. öld, fyrr en hér er komið sögu. I
Sunnudal býr nú Guðrún dóttir þeirra með manni sínum Guttormi,
syni séra Guðmundar í Hofteigi Ingimundarsonar, og þetta eiga að
vera ekki lítil höfðingshjón, þótt gruna megi, að ábýlið sé heldur
úr sér gengið.
Talið er, að þau séra Einar og Guðrún hafi átt aðra Guðrúnu
fyrir dóttur og hún orðið húsgangskona með barni sínu í Eyjafirði,
en ótrúlegt má það vera þar sem Jón Björnsson frá Bustarfelli var
ríkur bóndi á Eyrarlandi stóra og sonur hans, Magnús, prestur í
Saurbæ. En í þessari ætt er haldið upp á Guðrúnarnafn. Björn
sýslumaður átti þær tvær, Marteinn sýslumaður, tengdafaðir hans,
átti þær fjórar, og móðir hans var Guðrún yngri Arnadóttir sýslu-
manns á Eiðum, Magnússonar.
Nú setjast þau að í Sunnudal og það veit enginn um þeirra far-
angur, nema vitaskuld eru þar klæði til dags og nætur. Þó er nokk-
urnveginn víst að í koforti er galdrabók séra Einars Nikulássonar
og lækningabók séra Einars sjálfs. En hvers virði er að telja annað
eins fram í fátæklegri búslóð? Það dettur engum í hug. Þó er það
nokkurn veginn víst, að þessa hluti vilja þau sízt láta, og það er
eins og það sé ekki vonlaust um betri daga meðan þau finna ylinn
af endurminningunni um þessar bækur. Hin fagra rithönd séra
Einars er sótt í galdrabókina og hún er einnig hluti af honum sjálf-
um. Þetta verða þau Guðrún og Guttormur að skilja, ef þessum
gömlu hjónum á að geta liðið vel í þeirra garði og það er senni-
lega hið eina sem þeim tekst að skilja um hagi þessara hjóna, það
er hvar þessi bók á sinn hjartastað. Það er söguhjarta íslands sem
hún hefur, og það er ekki langt frá þeirra eigin brjóstum, að þessi
bók getur orðið þeim öllum sama yndi.
Lítið gekk fram hagur þeirra Sunnudalshjóna og fóru þau þaðan
1778, að ætla má, því árið eftir fæðist Guttormur sonur þeirra í
14
MÚLAÞING