Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 72
bætti úr því og ég sofnaði sáttur við Guð og menn, en áður en ég
fór að hátta fór ég þó að finna Grána minn, og hvað sem hver
segir þá fannst mér á honum, að ekki væri öllum erfiðleikum okkar
lokið, og það hugboð reyndist rétt.
Það voru erfiðleikar á því að koma kerrunni yfir hálsinn milli
Laxárdals og Reykjadals en tókst þó á endanum. Þarna fóru félagar
mínir fram úr mér og dundu á mér háðsyrðin, er ég kom í tjald-
stað á Breiðumýri um kvöldið.
„Eg held, að þú hljótir að hafa verið á kvennafari,“ sagði verk-
stjórinn, „ég sá, að það var farið með þig heim að Stóru-Laugum.“
Ég svaraði fáu, sagði aðeins, að ég gæti ekki gert að því, þótt ég
væri eini maðurinn í flokknum, sem fólk vildi bjóða inn til sín.
Verkstjórinn hló, en af einhverjum sökum var ég hljóður þetta
kvöld á Breiðumýri. Lagðist það e. t. v. í mig, að hér ætti ég eftir
að dvelja árum saman, vera á skóla á Laugum o. fl. o. fl. En sleppum
því. Það er allt önnur og lengri saga.
Næst lá leið okkar til Húsavíkur í Þingeyjarsýslu, þar sem við
áttum að mæta hinum hluta vinnuflokks Síma-Brynka, sem hafði
farið með ströndum frá Vopnafirði, um Bakkafjörð, Þórshöfn,
Raufarhöfn og Kópasker til Húsavíkur og reyndar verið á þessum
slóðum um sumarið, bæði við eftirlit og nýlagningu símalína.
Við lögðum upp frá Breiðumýri, tjaldstaður ákveðinn fyrir neð-
an Ytra-Fjall í Aðaldal. Sólskin var og blíða. Kerran var hlaðin
ýmsu dóti og ég hafði orðið mér úti um fjöl, sem ég lagði þvert
yfir kassann og gat setið á, því nú vorum við komnir á bílfæran
veg, eins og þeir gerðust í þá daga. En - þegar ég sat á fjölinni, þá
var Gráni vinur minn alltaf að líta við; samvizkan sagði til sín,
svo að ég gekk meira en sat. Sólin skein, brennheit, á húfulaust höf-
uð mitt.
Fyrir neðan Syðra-Fjall kom ég að hliði, opnaði það og fór í
gegn og þegar hér var komið sögu var ég orðinn veikur, hvernig,
gerði ég mér ekki grein fyrir, en þessi vanlíðan olli því, að utan við
hliðið spennti ég Grána frá, batt hann með löngum taum við kerr-
una, svö að hann gæti bitið, ög síðan lagðist ég fyrir. Vafalaust
hef ég sofnað, en vakna síðan við það, að yfir mér stendur geð-
70
MÚLAÞING