Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 68
með kerruna og fór nú upp yfir Búfell, sem er lágt fell ofan við
Hauksstaði. Þarna þekkti ég hverja þúfu og laut og ferðin gekk
slysalaust þótt krókótt væri. Og þennan dag komst ég með kerruna
á Selsárvelli, það var áður heiðarbýli, og þar var tjaldað.
Ég hef gleymt að geta þess, að í hópi okkar var kokkur, sem eld-
aði ofan í okkur matinn og hafði einnig það hlutverk að flytja
tjöld okkar og annan útbúnað á tveim klyfjahestum, oftast daglega,
og þegar leiðir okkar lágu saman reyndi hann oft að koma ein-
hverju dóti á kerruna, en ég andæfði ætíð, er ég sá mér fært. Ríkti
því á milli okkar nokkurs konar skæruhernaður, sem er algengur í
heimi hér í dag en óþekkt fyrirbæri þá. Gott ef við Gvendur höfum
ekki verið upphafsmenn að því menningarfyrirbæri og má þá segja,
að við höfum ekki lifað til einskis.
Á næstu 2-3 dögum komumst við yfir Haug að Grímsstöðum á
Hólsfjöllum. Skrykkjótt gekk með kerruna og brestur kom í annan
kjálkann, er ég var að fara ofan af hæsta punkti Haugs. Fékk ég
fýrir það óþvegnar skammir, sem ég svaraði fullum hálsi. Hér er
ekki vert, velsæmis vegna, að hafa þau orðaskipti yfir. Barið var í
þennan brest á Grímsstöðum með góðri aðstoð heimamanna þar.
Að Grímsstöðum komum við á laugardegi og á sunnudaginn var
haldinn dansleikur á Grímsstöðum. Má ég segja, að það væri töðu-
gjöld þeirra þar. Við símakarlar höfðum okkur lítt í frammi, en
þó fór svo, að húsfrúin á Grímsstöðum hafði heyrt, að ég spilaði
danslög á orgel og linnti ekki látum, fyrr en hún hafði dregið mig
að hljóðfærinu.
Einhverja hýrgun fengum við þarna og var ég vinsælastur okkar
manna, því þarna voru gamlir og góðir vinir föður míns og afa.
Enda sagði verkstjórinn minn um kvöldið, þegar við vorum seztir
að: „Ja, ekki vissi ég það, að helvítis kúskurinn væri listamaður.“
- Ég vil taka það fram hér, að þetta er í fyrsta og síðasta skiptið
á ævinni, sem ég hef verið kallaður listamaður. - Og í þetta skipti
svaraði ég af bragði: „Þú mættir nú vita það Sveinn, að enginn
nema listamaður mundi koma kerru frá Seyðisfirði til Akureyrar.“
„0, þú ert nú ekki kominn til Akureyrar enn þá,“ svaraði hann.
En nú var ég farinn að trúa á Grána minn og kvaðst engu kvíða,
en verkstjórinn var ekki af baki dottinn. „Og svo ert þú alltaf að
66
MÚLAÞING