Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 68

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 68
með kerruna og fór nú upp yfir Búfell, sem er lágt fell ofan við Hauksstaði. Þarna þekkti ég hverja þúfu og laut og ferðin gekk slysalaust þótt krókótt væri. Og þennan dag komst ég með kerruna á Selsárvelli, það var áður heiðarbýli, og þar var tjaldað. Ég hef gleymt að geta þess, að í hópi okkar var kokkur, sem eld- aði ofan í okkur matinn og hafði einnig það hlutverk að flytja tjöld okkar og annan útbúnað á tveim klyfjahestum, oftast daglega, og þegar leiðir okkar lágu saman reyndi hann oft að koma ein- hverju dóti á kerruna, en ég andæfði ætíð, er ég sá mér fært. Ríkti því á milli okkar nokkurs konar skæruhernaður, sem er algengur í heimi hér í dag en óþekkt fyrirbæri þá. Gott ef við Gvendur höfum ekki verið upphafsmenn að því menningarfyrirbæri og má þá segja, að við höfum ekki lifað til einskis. Á næstu 2-3 dögum komumst við yfir Haug að Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Skrykkjótt gekk með kerruna og brestur kom í annan kjálkann, er ég var að fara ofan af hæsta punkti Haugs. Fékk ég fýrir það óþvegnar skammir, sem ég svaraði fullum hálsi. Hér er ekki vert, velsæmis vegna, að hafa þau orðaskipti yfir. Barið var í þennan brest á Grímsstöðum með góðri aðstoð heimamanna þar. Að Grímsstöðum komum við á laugardegi og á sunnudaginn var haldinn dansleikur á Grímsstöðum. Má ég segja, að það væri töðu- gjöld þeirra þar. Við símakarlar höfðum okkur lítt í frammi, en þó fór svo, að húsfrúin á Grímsstöðum hafði heyrt, að ég spilaði danslög á orgel og linnti ekki látum, fyrr en hún hafði dregið mig að hljóðfærinu. Einhverja hýrgun fengum við þarna og var ég vinsælastur okkar manna, því þarna voru gamlir og góðir vinir föður míns og afa. Enda sagði verkstjórinn minn um kvöldið, þegar við vorum seztir að: „Ja, ekki vissi ég það, að helvítis kúskurinn væri listamaður.“ - Ég vil taka það fram hér, að þetta er í fyrsta og síðasta skiptið á ævinni, sem ég hef verið kallaður listamaður. - Og í þetta skipti svaraði ég af bragði: „Þú mættir nú vita það Sveinn, að enginn nema listamaður mundi koma kerru frá Seyðisfirði til Akureyrar.“ „0, þú ert nú ekki kominn til Akureyrar enn þá,“ svaraði hann. En nú var ég farinn að trúa á Grána minn og kvaðst engu kvíða, en verkstjórinn var ekki af baki dottinn. „Og svo ert þú alltaf að 66 MÚLAÞING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.