Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 180
Uppgreftrinum lauk ekki fyrr en langt var liðið á kvöld. Gengið
hafði á með regnhryðjum og sandbyljum og veðrið gert okkur
harla örðugt um vik við rannsóknina. Ohreinir og hraktir stigum
við á bak og reiddum með okkur haugféð vafið í föt og flíkur.
Eiríkur hafði boðið mér inn að Brú og nú fór ég yfir á kláfnum,
en fylgdarmaður minn beið með hestana sunnan árinnar.
Ég hafði áður reynt slíka loftferð annars staðar, svo að ég
kippti mér ekki upp við þessa, en það er satt að segja einkennileg
tilfinning að sitja í hnipri í trékassa, sem dreginn er á tveim vírum
yfir beljandi vatnsfall, þar sem straumurinn drynur svo að ekki
heyrist mannsins mál.
Þetta sama kvöld voru munirnir flokkaðir, gengið frá þeim
vendilega og þeir sendir til safnsins í Reykjavík. Síðla nætur riðum
við aftur að Aðalbóli.
Vika leið; þá vorum við komnir í botn annars þröngs dals norð-
an Vatnajökuls. Þetta var innst í Fljótsdal, í svonefndum Suðurdal,
um hann fellur Keldá.
Við gistum á bænum Þorgerðarstöðum, og þar sagði fylgdar-
maður minn frá fundinum við Jökulsá. Nú rifjaðist það upp fyrir
vinnumanni einum, að hann átti í gömlum vasaklút nokkur bein og
járnmola, sem hann hafði fundið skammt frá bænum, við rætur
svonefnds Kiðjafells,* í landi jarðarinnar Sturluflatar. Staðurinn
var hinum megin árinnar. Daginn eftir riðum við þangað í fylgd
með bóndanum og hófum athuganir. Brátt kom í ljós, að hér var
um að ræða sams konar kuml og hjá Reykjaseli. Hafði sandfok
einnig afhjúpað þessa gröf, sem var í fremur flötu landi rétt hjá
ánni. Eftir því sem við bezt fengum séð, hafði líkið verið lagt nokk-
urn veginn í norður og suður, eins og í hinni gröfinni og á sama
hátt, og þar hafði hestur verið grafinn fast við gröf mannsins að
norðan. Flest hrossbeinin voru á sínum stað, aftur á móti fá manna-
bein. Vindurinn hafði dreift bæði járnmolum og öðrum munum,
en gröfin eða grafirnar voru alveg greinilega afmarkaðar af stein-
um þeim, sem myndað höfðu umgerð þeirra og verið lagðir að
nokkru leyti ofan á þær. Gröf mannsins var um það bil 6 feta
löng innanmáls en gröf hestsins 15 feta löng. 011 lengd kumlsins
* Þannig hjá höfundi. Á korti Kiðufell. í daglegu tali Kiðafell. - Þýð.
178
MÚLAÞING