Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 15
Ekki virðist liægt að hrinda þessu fátæktarorðspori á þeim hjón-
um, séra Einari og Guðrúnu, því 1756 segir biskupinn á Hólum
að séra Einar sé einn meðal bágstöddustu presta í Hólabiskups-
dæmi. En hér má þó líta á málavexti:
Frá árinu 1742 voru svotil samfelld harðindi á Norðausturlandi
og héldust þau til 1757, að nálega kollfellir varð á búfé manna. Þá
er þegar mikill fjöldi jarða kominn í eyði á þessu landssvæði, svo
það varð einskonar þjóðmál að koma þessum eyðijörðum í ábúð, og
lagður skattur á aðrar sýslur í þessu skyni. Árið 1753, eftir bænda-
og jarðatalsbók Skúla fógeta, er meira en helmingur lögbýla í
Vopnafirði í eyði. Séra Einar var eigandi að sumum þessum jörð-
um, og nú hefur það komið í ljós að til lítils var að eiga eyðijarðir,
og má vera að eigendur jarða hafi verið skyldaðir til að leggja eitt-
hvað af mörkum til uppbyggingar jarðanna, sem þó hefur gengið
seint, því um 1762 er hálf sveitin í eyði. Mun í þessum ódæmum
að finna skýringuna á því að séra Einar telst bágstaddur árið 1756,
og ekki hefur það verið betra næstu ár.
Fyrir utan arf eftir foreldra sína hlutu Bustarfellssystkin arf eftir
Guðrúnu eldri, dóttur Björns sýslumanns og að parti eftir Ragn-
heiði dóttur hans. Guðrún eldri giftist eigi, en varð mikil fjársýslu-
kona og sagnir segja, harðdræg, svo að óbænum olli og á henni
hrinu, segir þjóðsagan. Haustið 1748 var hún að innheimta gjald
af jörðum og kúgildum austur í Vopnafirði og norður um Langa-
nesstrandir, en átti heima inni í dölum í Suður-Þingeyjarsýslu.
Tókhún með sér að austan Guðrúnu, dóttur Ragnheiðar systur sinn-
ar, er þá var látin og átt hafði Björn í Böðvarsdal, Olafsson. Gistu
þær nöfnur á Skinnastað og héldu vestur Kelduhverfi með fylgdar-
mönnum og lögðu í varlegu útliti á Reykjaheiði þar sem allur hóp-
urinn varð úti. Féll til mikið fé eftir Guðrúnu og Guðrúnu yngri,
sem hlotið hafði móðurarf sinn úr búi Björns Ólafssonar, er hann
kvæntist aftur, og hefur átt allmikið fé sem komið hefur til skipta
með Bustarfellssystkinum að hálfu. En það virðist koma allt fyrir
ekki. Þessi hjón eru og verða fátæk. Þó er það svo, að 1762 telst
séra Einar eiga Egilsstaði, Hrappsstaði og Sunnudal í Vopnafirði,
og Sunnudal fylgdu þá öll lönd austan Sunnudalsár í Sunnudal hin-
um forna. En á þeim tíma og enn síðar og áður standa þessar jarðir
MÚLAÞING
13