Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 184
er um, að hann fyndist þegar 1618). Björn Gunnlaugsson og margir
fleiri fóru hanr 1839, J. C. Shytte 1840, er hann var nærri orðinn
úti, og Jón Þorkelsson 1880. Hefur leið þessi því aðeins verið farin
sex eða sjö sinnum. Þar næst var það, að Englendingurinn W. L.
Watts kom niður af jöklinum við Kistufell úr ferð sinni yfir hann
frá Núpsstað. Ennfremur rannsakaði Thoroddsen norðausturhorn
Vatnajökuls svo og Snæfell 1894. Nú síðast reyndi Englendingurinn
Fredrick Howell - hinn kunni leiðangursstjóri, sem fór yfir Vatna-
jökul 1899 og fórst í Héraðsvötnum í Skagafirði 1901 - að lyfta
hulunni af miðhluta norðurjaðarins frá Kverkfjöllum og allt aust-
ur á móts við Snæfell. Einn af fylgdarmönnum hans var Elías frá
Aðalbóli, en eins og hann hefur ritað var hann svo óheppinn að
sjá ekkert frá sér vegna þoku og snjókomu. Hann reyndi árangurs-
laust að komast að jökulröndinni yfir forareðjuna undan Kverk-
fjöllum þar sem enginn hefur enn komið. Thoroddsen komst þó
lengst, eða alla leið að rótum fjallanna, þar sem hann fullvissaði
sig um, að í þeim var rjúkandi eldfjall.*
Þannig standa þá málin, að engir aðrir en íslenzkir bændur sem
smala heiðarlöndin á haustin, ellegar hreindýraskyttur, hafa leitt
auðnir þessar augum, og þó aðeins í fjarska, og því er það, að
kortin yfir þennan miðhluta eru ófullkomin, einkum varðandi upp-
tök ánna og rennsli kvíslanna.
Að morgni hinn 1. ágúst riðum við suður á bóginn frá Aðal-
bóli. Elías og Anton höfðu sinn reiðhestinn hvor, en ég tvo, að auki
höfðum við þrjá hesta undir farangri, þar á meðal tjaldi.
Að áliðnum degi fengum við frábært útsýni af fjalli nokkru yfir
jökulinn, allt frá svæðinu sunnan Snæfells til Kverkfjalla. Einkum
fengum við greint fjarlægar víðáttur til vesturs.
Við eygðum greinilega marga svarta smáhnjúka, er komu í ljós
norðan Kverkfjalla og sáum vel útlínur Dyngjufjalla, sem umlykja
Oskjugíg, en tindur Herðubreiðar stóð eins og topptjald í norð-
vestri. Einkennilegt var að sjá hversu hið ávala landslag hækkaði
til norðurs frá jöklinum, en engu að síður stefna árnar í þá átt um
grafna farvegi sína.
Yfirborð jökulsins var að sjá alla leið frá Snæfelli til Kverk-
* Sjá Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók, I. bindi, bls. 372. - Þýð.
182
MÚLAÞING