Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 91
góðan og áhrifaríkan prédikara. Hann var mikið' skáld, á mæli-
kvarða síns tíma, j á, svo mikið, að víða er hann talinn mesta skáld
á Islandi á þeim tíma. Mál hans er létt, einfalt, ljóst. Orðaforði
mikill, laus við orðskrípi og útlendar slettur, sem svo mjög auð-
kenndu þó skáldskap ljóðskálda þess tíma, og má hann því kallast
brautryðjandi á þeim vettvangi.
Auk þessa, sem talið hefur verið, var hann innilegur og áhuga-
samur trúmaður, og áreiðanlegt má telja, að hin einlæga trú hans,
falslausa traust á hið góða, hin fagra lífsskoðun og hreinu siðferðis-
reglur, sem hvarvetna koma fram í kvæðum hans og sálmum, hljóti
að hafa lagt þau orð á tungu sr. Einars, sem fundu opna leið til
hjartna safnaðarbarna hans, og borið þar góða ávöxtu.
Sem skáld þekkjum við sr. Einar mun betur, því að bæði hefur
nokkuð safn kvæða hans og sálma varðveitzt í Vísnabók Guðbrands
biskups, og svo hefur nokkuð af kvæðum hans geymzt og varð-
veitzt í lausum handritum, sundurlausum að vísu, en þó betri en
ekkert. Og þótt þessum handritum beri illa saman, og margt sé þar
óljóst orðið og mishermt, þá er mun betra að hafa þau, heldur en
að ekkert hefði nú til verið ritað, af þeim fögru ljóðum og kvæðum,
sem sr. Einar rétti óbornum kynslóðum, — því gulli, sem hann lagði
í lófa framtíðarinnar.
Sr. Einar segist hafa ort ljóð og kvæði frá barnæsku. Ekki höfum
við þó til nú, svo vitað sé með öruggri vissu, kvæði, sem hann hefur
ort yngri en þrítugur. Þó gerir P. E. 0. ráð fyrir, að Gátuvísur hans
kunni að vera eldri.
Alitið er, að kvæðið Hugbót sé fyrsta kvæði hans, sem þekkt sé.
Kvæði það er andlegs eðlis, bænarákall og syndajátning í tuttugu
erindum. Kvæðið er mjög vel kveðið, málið fagurt og hátturinn
léttur og einfaldur. Annað erindi þess er á þessa leið:
„Mig hefur fangað meinlegt stríð,
mun því fátt til bóta,
lifað hefi’ ég svo langa tíð
að lýtin aldrei þrjóta;
kennt óvandað kvæðasmíð
með kallsi og hæðni ljóta,
MULAÞING
89