Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 14
1737, sem fyrr segir. Um það leyti mun hann hafa kvænzt og fékk
Guðrúnar yngri, dóttur Björns sýslumanns á Bustarfelli. Hefur séra
Einar þá verið í miklu áliti og eflaust ekki snauður af fé, því hér
var um ríkan kvenkost að ræða, og enn sá háttur á giftumálum, að
brúðgumi lagði % af eignum til bús. Varla er hægt að gera ráð
fyrir því, að Björn sýslumaður afskipti þessa dóttur sína í heiman-
búnaði, en undarlega fljótt eru þessi hjón miður vel efnum búin.
Björn sýslumaður var stórauðugur en börn hans mörg, svo í
marga staði var að skipta og dætur eigi nema hálfdrættingar til arfs
við syni. Eigi eru nú heimildir er snerta neitt af þessu, giftumál
barna Björns sýslumanns, né skipti eftir þau hjón, Björn sýslumann
og konu hans Guðrúnu Marteinsdóttur, sýslumanns Rögnvaldssonar,
en hún virðist dáin fyrir 1742, því Pétur sýslumaður á Ketilsstöðum
samdi annál frá þeim tíma og getur ekki um lát hennar. Björn dó
1744, svo öll skipti á Bustarfellsbúinu eru búin tiltölulega stuttu eftir
að þau giftast, séra Einar og Guðrún.
Til marks um það, hverju hafi verið að skipta á Bustarfelli er
þessi litla bending: Gróa dóttir Björns átti Högna Eiríksson stóra,
lögmann á Búlandi. Hún varð eigi gömul og kvæntist Högni aftur.
Þau Gróa áttu einn son, Einar, og í skiptum á búi Högna hlýtur
hann meðal annars Austur-Skálanes og Ljótsstaði í Vopnafirði,
en þetta eru meðal betri eigna þar í sveit. Ekki er líklegt að Guð-
rún, kona séra Einars, sé í neinu afskipt við skiptin. Hitt er í sögum,
að gengið hafi á auð Björns sýslumanns á síðustu árum hans, er
hann gerðist vanheill og gjöfull og gaf Hróaldsstaði til fátækra og
sömuleiðis parta úr jörðunum Syðrivík og Ytri-Hlíð í sama skyni.
Vinum sínum, sem komu að heimsækja hann í aldurdómi gaf hann
jafnan silfurspesíu, og við útför hans var boðsmönnum í erfi hans
skammtaður ríkisdalur á diskinn m. m. og betur meltanlegu. Dó
Björn sýslumaður við gott orðspor og góða minningu, þótt finna
megi orðspor af honum um yfirgang og frekju hinn fyrra hlut ævi
hans. Ýmsum barnabörnum sínum, einkum þeim sem hétu í höfuð
hans, mun hann hafa verið búinn að gefa jarðir, áður en yfir lauk
um ævi hans. Ekki verður vart við fátæktarorðspor á börnum hans,
nema Guðrúnu konu séra Einars, og enda vitað mál að þau voru í
góðum ástæðum alla ævi.
12
MÚLAÞING