Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 14
1737, sem fyrr segir. Um það leyti mun hann hafa kvænzt og fékk Guðrúnar yngri, dóttur Björns sýslumanns á Bustarfelli. Hefur séra Einar þá verið í miklu áliti og eflaust ekki snauður af fé, því hér var um ríkan kvenkost að ræða, og enn sá háttur á giftumálum, að brúðgumi lagði % af eignum til bús. Varla er hægt að gera ráð fyrir því, að Björn sýslumaður afskipti þessa dóttur sína í heiman- búnaði, en undarlega fljótt eru þessi hjón miður vel efnum búin. Björn sýslumaður var stórauðugur en börn hans mörg, svo í marga staði var að skipta og dætur eigi nema hálfdrættingar til arfs við syni. Eigi eru nú heimildir er snerta neitt af þessu, giftumál barna Björns sýslumanns, né skipti eftir þau hjón, Björn sýslumann og konu hans Guðrúnu Marteinsdóttur, sýslumanns Rögnvaldssonar, en hún virðist dáin fyrir 1742, því Pétur sýslumaður á Ketilsstöðum samdi annál frá þeim tíma og getur ekki um lát hennar. Björn dó 1744, svo öll skipti á Bustarfellsbúinu eru búin tiltölulega stuttu eftir að þau giftast, séra Einar og Guðrún. Til marks um það, hverju hafi verið að skipta á Bustarfelli er þessi litla bending: Gróa dóttir Björns átti Högna Eiríksson stóra, lögmann á Búlandi. Hún varð eigi gömul og kvæntist Högni aftur. Þau Gróa áttu einn son, Einar, og í skiptum á búi Högna hlýtur hann meðal annars Austur-Skálanes og Ljótsstaði í Vopnafirði, en þetta eru meðal betri eigna þar í sveit. Ekki er líklegt að Guð- rún, kona séra Einars, sé í neinu afskipt við skiptin. Hitt er í sögum, að gengið hafi á auð Björns sýslumanns á síðustu árum hans, er hann gerðist vanheill og gjöfull og gaf Hróaldsstaði til fátækra og sömuleiðis parta úr jörðunum Syðrivík og Ytri-Hlíð í sama skyni. Vinum sínum, sem komu að heimsækja hann í aldurdómi gaf hann jafnan silfurspesíu, og við útför hans var boðsmönnum í erfi hans skammtaður ríkisdalur á diskinn m. m. og betur meltanlegu. Dó Björn sýslumaður við gott orðspor og góða minningu, þótt finna megi orðspor af honum um yfirgang og frekju hinn fyrra hlut ævi hans. Ýmsum barnabörnum sínum, einkum þeim sem hétu í höfuð hans, mun hann hafa verið búinn að gefa jarðir, áður en yfir lauk um ævi hans. Ekki verður vart við fátæktarorðspor á börnum hans, nema Guðrúnu konu séra Einars, og enda vitað mál að þau voru í góðum ástæðum alla ævi. 12 MÚLAÞING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.