Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 127
aöist aftur yfir hann. Skyndilega setti hann hausinn undir sig aftur,
en fæturnir voru aftur viðbúnir eins og þegar endinn á trénu var rétt
að koma niður. Þetta voru alveg ósjálfráðar hteyfingar. Ég kom
niður á báðar iljar, en nær því í setstöðu eins og ég sæti á fremur
lágum stól. Ég kom nokkuð hart niður og vinstri hendin skrapp
fram af horninu og kom niður á hnúana og um leið lenti ég niður
á vinstra hnéð. Það flaug sem leiftur um huga minn, að ég hafði
heyrt að hægt væri að halda illum törfum á granataki. En hér var
ekki hægt um vik. Tranturinn á bola sneri aftur á milli framfótanna
og hornin námu nær við jörðu rétt framan við tærnar á mér. Ég
bjóst við, að annað hvort mundi boli reyna aftur að kasta mér, eða
nísta mig niður við jörðina. Ég brást því hart við og þaut af stað,
og vitandi eða óafvitandi stefndi ég á melinn, sem var skammt frá
götunni. Um leið og ég þaut inn á melinn laut ég niður eftir stein-
um. Það mátti sannarlega ekki seinna vera - boli var ekki meir en
2-3 metra á eftir mér.
Nú kom sér vel, að ég var vanur að „skjóta blámenn“. Ég kastaði
af öllum mætti hverjum steininum eftir annan beint í hausinn á
bola, sem stanzaði strax við fyrsta steininn. Hann færði sig síðan
smátt og smátt undan grjótkastinu, en fór ekki lengra en svo, að ég
gat ekki kastað í hann að neinu ráði, nema fara út af melnum.
Nú þóttist ég þó nokkuð hólpinn í bili og fór að hugsa ráð mitt.
Ef ég reyndi að hlaupa heim, bjóst ég við að boli mundi elta mig.
Það var of langt því hvergi á leiðinni var grjót til varnar. Þar næst
hugleiddi ég það, að bíða þar til mín yrði leitað, en á því gat orðið
nokkur bið. Þá kom mér til hugar að reyna að kasta meira
grjóti í bola og vita hvort hann fyrtist ekki og færi þá á eftir kún-
um, sem höfðu rölt bítandi inn með melunum, en til þess varð ég
að fara út af melnum, og þetta ráð tók ég.
Næst var þá að velja mér hæfilegt kastgrjót. Meðan ég var að
því gaf ég alltaf gætur að bola, en hann stóð kyrr og horfði á mig.
Síðan kreppti ég vinstri handlegginn upp að síðunni og stakk eins
mörgum steinum og ég gat látið tolla undir og á handlegginn og í
hendina. Því næst tók ég góðan hnullung í hægri hendina og lagði
móti bola.
Með því að grýta hann öðru hvoru kom ég honum inn á næsta
Múlaþing
125