Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 85
Austfj örðu, sótti hann heim Guðbrand biskup að Hólum. Var þá
faðir hans, sr. Einar, þar staddur, og urðu þeir feðgar samferða
þaðan norður í Nes. Fór biskupi þá svo höfðinglega, að hann bauð
föður sínum og fólki hans öllu, suður til sín að Skálholti. Um
haustið fór svo sr. Einar með fjölskyldu sína suður Vatnahjallaveg
og allt til Skálholts. Fjölskyldumeðlimina, sem för þessa fóru telur
hann upp í Ævisöguflokknum:
„Séra Sigurður, biskups bróðir,
sammæddur þar settur fyrstur,
kvinna hans Ingunn kom með honum
barn þeirra eitt og bróðir hennar.
Gísla og Olaf Einarssyni,
og Höskuld vil ég nú hér næst telja,
Eirík og Jón yngstu bræður,
Oddur þessum lýð öllum fagnar.
Ólöfu móður Margrét fylgdi,
Sigríður og þær systur fleiri,
Anna, Guðrún og ein barnfóstra,
Guðný ástkær Einars systir.“
Hér virðist augljóst, að alls hafi komið sautján manns að Skál-
holti til Odds biskups, en flestar aðrar heimildir telja persónurnar
sextán, og nefna ekki þessa barnfóstru, sem sr. Einar getur um í
kvæði sínu.
Þessi vetur virðist hafa orðið biskupi þungur í skauti því auk
þess sem heimilisfólkinu fjölgaði svo mjög, þá varð hann fyrir því
tjóni, að bruni mikill varð á staðnum, og er augljóst við lestur rit-
aðra frásagna um atburð þann, að hann hefur valdið feikna miklu
tjóni. Sjálfur segir sr. Einar svo í 99. erindi Æviflokksins:
„Áttatíu nauta nóg vetrarbjörg
hey þar brunnu öll til ösku.“
Vorið 1590 veitti Oddur biskup Einari föður sínum Hvamm í
Norðurárdal, og gerði hann að prófasti um Þverárþing, vestan
Múlaþing 83