Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 86
Hvítár. Er svo að sjá, sem biskup hafi ekki hikað við að reka þá-
verandi prest staðarins, sr. Salómon Guðmundsson, úr embætti, til
þess að koma föður sínum þangað, og nægir að vitna í nokkrar
heimildir því til stuðnings, en þar er sagt, að sr. Salómon hafi hrak-
izt þaðan nauðugur og grátandi. Þessi veiting reyndist þó ekki nema
sem tjaldbúð til einnar nætur, ef svo mætti segja, því að um haust-
ið andaðist sr. Þorlákur Ivarsson (systkinabarn við Guðbrand bisk-
up) að Heydölum í Breiðdal, og veitti þá Oddur biskup föður sín-
um brauðið.
Urðu nú mikil þáttaskipti í lífi sr. Einars, því að fram til þessa
hafði hann ávallt barizt við fátækt, en settist nú í eitt bezta presta-
kall austanlands, þar sem innstæða var mikil og ekki að tómum kofa
að venda. Jafnframt veitti biskup föður sínum prófastdæmi um
Múlaþing og skipaði hann officialis á Austfjörðum. Gegndi hann
því starfi allt til ársins 1609, er Ólafur sonur hans tók við því. Auk
þess veitti biskup honum biskupstekjur af Bjarnarnessumboði.
Ekki verður sagt annað um Odd biskup Einarsson en að hann
hafi gert allt, sem í hans valdi stóð til að styðja og aðstoða ættfólk
sitt og venzlamenn; bræðrum sínum sá hann vel farborða, enda
voru þeir hinir mestu efnismenn, gáfumenn miklir og sumir þeirra
skáld góð s. s. séra Ólafur Einarsson. Virðist skáldgáfan hafa orðið
ættgeng um hríð. Dugir því til stuðnings að minna á ummæli dr.
Jóns Þorkelssonar en hann segir, að meðal skálda, sem séu afkom-
endur sr. Einais séu t. d. þessir: Ólafur Einarsson, d. 1659, Stefán
Ólafsson d. 1688, Hallgrímur Eldjárnsson d. 1779, Bjarni Thorar-
ensen d. 1841 og Jónas Hallgrímsson d. 1845. Systrum sínum sá
hann vel farborða, og giftust þær flestar prestum.
Ekki virðist öllum heimildum bera saman, þegar getið er seinni-
konubarna sr. Einars. Sjálfur getur hann tíu barna í Æviflokknum,
en þau eru þessi: Ólafur, Gísli, Höskuldur, Jón, Eiríkur, Margrét,
Sigríður, Anna, Guðrún og Herdís. Samhljóða þessu eru nokkrar
aðrar heimildir. Nokkrar heimildir nefna ekki Herdísi en Sesselju
í hennar stað.
Fitjaannáll telur seinni konu börn sr. Einars þessi: Gísli, Ólafur,
Höskuldur, Jón, Eiríkur, Sigríður, Anna, Guðrún og Margrét. Ar-
bækur Esphólíns telja þau svo: Gísli, Ólafur, Höskuldur, Eiríkur,
84
MÚLAÞING