Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 144
Á HéraSi var engin peningastofnun sem áSur sagði, en banka-
útibú á Seyðisfirði — það var frá Útvegsbankanum, og á Eskifirði
útibú frá Landsbankanum. Þangað þurfti því að leita með þær fjár-
hagsfyrirgreiðslur sem bankar eiga að veita.
Á Héraði voru á þessum tíma ekki aðrir opinberir starfsmenn en
tveir læknar og fjórir prestar, nokkrir kennarar, starfsfólk við land-
símastöðina á Egilsstöðum, en út um sveitirnar voru 1-2 stöðvar í
hverri sveit opnar stuttan tíma daglega. Héraðið mátti því heita
eingöngu bændabyggð.
Ég gat þess í upphafi, að á áratugunum tveim milli stríðanna
hefði hvorki verið fortíð né nútíð í sveitum á Héraði. Gamli tím-
inn var liðinn, öld vinnumennsku og búskaparhátta sem breyttust
lítt á löngum tíma. Ameríkuferðir voru úr sögunni, en flóttinn til
þéttbýlisins var hafinn. Bændur höfðu ekki efni á að kaupa vinnu
og skorti lið til að reka nægilega stór bú. Sumir gáfust upp fyrir
1930. Á hinn bóginn hillti undir framfarir, og við vissum að við
áttum opna leið til betri hags og myndarlegri búskapar ef okkur
tækist sjálfum að gera hana færa og einkum ef þjóðfélagið kæmi
til móts við okkur, því að án aðstoðar gátum við það ekki. Hér var
félagslegt vandamál sem þurfti að leysa. Ef til vill hefur verið gert
allt það sem hægt var því til lausnar, en okkur fannst það ekki vera
gert og fylltumst uppreisnarhug gegn fátæktinni og óánægju með
kjör og búskaparaðstöðu. Okkur vantaði stærri tún, betri hús og vél-
ar. Við höfðum varla efni á tveggja vetra vist í skólanum í sveitinni,
Eiðaskóla, enda stóð hann hálftómur nokkur ár þegar verst gegndi,
og við hleruðum ráðagerðir valdamanna um að breyta honum í
fávitahæli. Bændur réðu litlu um afurðaverð, höfðu að vísu bún-
aðarfélög, en engin bein hagsmunasamtök. Okkur skorti svigrúm til
framkvæmda, fjárhagslega milli steins og sleggju, og okkur fannst
skilningsskortur á aðstöðu okkar og þörfum vera steinninn en bank-
arnir sleggjan, forráðamenn þeirra trúlausir á fyrirætlanir okkar
og skilningslausir á þarfir.
Ef til vill hafa þessar skoðanir verið byggðar á nokkrum mis-
skilningi, en þegar bankarnir auglýstu jarðir til sölu, t. d. 7 jarðir
í Eiöaþinghá af 22 í bændaeign, fannst okkur steyttur hnefi að okk-
142
MÚLAÞING