Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 163
unum fyrirfram, keypt tunnur og salt, sem verður að vera til reiðu,
og jafnvel tekið gufuskip á leigu til að flytja aflann heim, bíða
komu síldarinnar í ofvæni.
Þegar heppnin er með er hægt að græða mikið á síldveiðunum,
en aftur á móti verður tapið mikið, ef síldveiðin bregst. Þetta er
eins og að spila í happdrætti.
Nafnið Búðareyri er dregið af nokkrum verzlunarbúðatóttum
frá fyrri öldum, og standa þær við lítinn tanga. Sumir telja þær
frá dögum Hamborgarkaupmanna, en aðrir, þar á meðal Olavius,
telja þær leifar írskra verzunarhúsa. Hvað sem þessu líður, er
staðurinn vel valinn og hefur að líkum oft verið notaður sem
verzlunarstaður eftir söguöld. Það hefur sennilega verið hér, sem
Eyvindur sá er frá greinir í Hrafnkelssögu, kom skipi sínu heim-
kominn úr víkingu. Á víkinni er gott skipalægi og upp úr Reyðar-
firði innst, liggur góður reiðvegur um Fagradal til Lagarfljóts-
dalsins, og annar yfir Þórdalsheiði til Skriðdals. Sá fyrrnefndi er
þar á ofan beztur þeirra vega, er liggja milli fljóts og sjávarsíðu,
stórum betri en vegurinn frá Egilsstöðum til Eskifjarðar ellegar
hinn bratti vegur til Seyðisfjarðar. Þegar akvegur verður lagður
yfir Fagradal, eins og nú er áformað, verða íbúar Fljótsdals-
íns* vel settir með samgöngur við sjávarsíðuna, og ef þeir fengju
einnig lítinn gufubát, er annaðist daglegar ferðir um fljótið, stuðl-
aði það ugglaust að miklum framförum í héraðinu.
* Hér er fylgt orðalagi höfundar. En þegar hann talar um Lagarfljótsdal,
eða Fljótsdal í þessu sambandi á hann við Fljótsdalshérað.
MÚLAÞING - 11
161