Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 78
Líka telur Páll Eggert Ólason sennilegast, að þetta sé hið rétta
ártal, og söm verður niðurstaða Hannesar Þorsteinssonar í Bl. I.
Loks er þriðja sjónarmiðið, þar sem Einar Sigurðsson er talinn
fæddur árið 1539.
Engu verður slegið föstu í þessu máli, en þó er margt sem styður
það, að hið rétta ártal sé 1538. Segir t. d. Hannes Þorsteinsson, að
sr Einar muni hafa reiknað aldur sinn jafnan eftir jólanóttum, eins
og fyrrum tíðkaðist, og þegar hann nú segist hafa verið sjötíu og
sjö ára, er hann orti Ævisöguflokk sinn, en það var árið 1616, þá
virðist augljóst, að fæðingarár hans hafi verið 1538.
Faðir Einars var sr. Sigurður Þorsteinsson, aðstoðarprestur sr.
Sigurðar Jónssonar (Arasonar biskups að Hólum) að Grenjaðar-
stað, og bjó hann að Hrauni í Aðalreykjadal, en hafði áður verið
prestur að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Þorsteinn faðir Sigurðar, en afi Einars, var af mörgum talinn
launsonur Nikulásar príors Þormóðssonar að Möðruvöllum (1502-
1521).
Bróðir Þorsteins var Þorbjörn, og bjó hann að Hvarfi hinu ytra
í Svarfaðardal, en Þorsteinn að Hallgilsstöðum. Móðir þeirra
bræðra, Þorsteins og Þorbjörns, hét Þórey, af umkomulitlu fólki,
og voru þeir bræður af mörgum nefndir Þóreyjarsynir.
Guðrún kona sr. Sigurðar, en móðir Einars, var dóttir Finnboga
ábóta Einarssonar að Munkaþverá (Múkaþverá) og Ingveldar Sig-
urðardóttur. Var Einar ábóti, faðir Finnboga, ísleifsson, en hann
var sonur Isleifs beltislausa, og segir sagan, að það viðurnefni hafi
hann hlotið vegna þess, að hann var svo digur, að einskis manns
belti náði utan um hann.
Móðir Finnboga Einarssonar var Guðrún Torfadóttir, en hún
var systir Málfríðar konu Finnboga Jónssonar lögmanns. Þær syst-
ur eru í ættartölum sagðar dætur Torfa riddara Arasonar.
Þóra, systir Einars ísleifssonar var amma Jóns biskups Arasonar,
svo að sr. Einar Sigurðsson var því í móðurætt að þriðja og fjórða
við hann.
Kona Torfa riddara var Kristín dóttir Þorsteins Olafssonar lög-
manns sunnan og vestan á íslandi 1431, en hann hafði áður verið
liirðstjóri yfir hálfu landinu 1428.
76
MÚLAÞING