Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 90
ugt okkur, sem nú lifum, hvernig kennimaður hann hefur verið,
því að engin ræða er til eftir hann lengur, svo vitað sé, og alls ekk-
ert, ritað í lausu máli, nema formáli sá, er hann samdi, og ætlaðist
til að birtur yrði í Vísnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, á-
samt kvæðum þeim og sálmum, er hann lét biskup hafa til birt-
ingar í bók þeirri. Formáli þessi fékk ekki náð fyrir augliti bisk-
ups, og samdi hann annað forspjall í hans stað.
Ekki mun þó ástæðan hafa verið sú, að biskupi hafi þótt ritsmíði
sr. Einars illa samið, heldur mun honum hafa þótt formálinn ekki
nógu almenns eðlis, fundizt hann of persónulegt ritsmíði frá sr. Ein-
ari til barna sinna, barnabarna og annarra niðja, og augljóst er það
líka við lestur hans, að hann á ekki heima í bók, sem ætluð er öll-
um landslýð. Umræddur formáli byrjar á þessa leið:
„Ollum sínum elskulegu börnum, sonum og dætrum, og þeirra
börnum og barnabörnum, í alla ættliði, óskar Einar Sigurðsson
náðar, lukku og blessunar af Guði föður Drottins vors Jesú Krists“
e.ct.
Þessi kveðjuorð séra Einars, í upphafi máls hans, gætu næstum
minnt mann á upphaf Páls postula að flestum sínum safnaðarbréf-
um, en skiljanlegt er, að biskupi hafi ekki þótt þessi orð eiga heima
á umræddum stað. Þessi formáli er allur mjög andlegs eðlis, lof-
gjörð og þakkir til þess Guðs, sem sr. Einar tignaði af svo fals-
lausri trú, og einkar vandaður að efnismeðferð og máli. En sem
sagt, annað er ekkert til frá hendi sr. Einars í rituðu, óbundnu máli.
Þótt liðnar aldir hafi þannig eytt og gert að engu merkileg sönn-
unargögn um sr. Einar, sem prest og kennimann, er þó mögulegt
að gera sér hugmynd, mjög óljósa að vísu, um þessa hlið málsins,
með því að skyggnast í þær fáu heimildir, sem um þetta fjalla, og
svo með því að leggja saman tvo og tvo, ef svo mætti að orði kom-
ast.
I handritinu Lbs. 1432 4to segir svo: „Hann (þ. e. sr. Einar) var
góður söngmaður, bezti prédikari og vel að sér hvervetna.“
Þetta eru fá orð, en nægilega mörg til að gera myndina af sr.
Einari gleggri og ljósari í hugum okkar. Bendir margt til þess, að
sr. Einar hafi verið snjall kennimaður, andríkur og orðhagur, því
að vitað er, að hann var mörgum þeim kostum búinn, sem prýða
88
MÚLAÞING