Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 174
hvar vaxin grasi og víði. Þuríðarstaðaá kemur frá keilumynduðum
hnjúkum norðan Snæfells og heitir hér Grjótteigsá.* Hún fellur um
gil, sem nefnist Grjótárgil, en er því sleppir taka við eyrar og þá
krákustígsmynduð klettaþröng. A grýttri sléttu, vestan árinnar,
voru áður seltættur (nr. 9), og halda menn, að þar hafi verið
Grj ótteigssel, sem nefnt er í Hrafnkels sögu, og lengra frá ánni er
Einarsdys, grjóthaugur, að nokkru gerður af undarlega stórum
steinum.
(Hér endursegir höfundur 4.-6. kapítula Hrafnkels sögu, þar sem
frá því greinir, er Einar Þorbj arnarson réðst smalamaður til Hrafn-
kels og hversu hann óhlýðnaðist boði Hrafnkels að ríða eigi Frey-
faxa, svo og því er Hrafnkell vó Einar við selið og dysjaði hann.
En með því, að þessi frásögn er hverjum manni nærtæk í Hrafnkels-
sögu, er endursögninni sleppt úr þýðingunni. - Þýð.).
Þannig greinir sagan frá.
Þessi staður (höfundur á við Grjótteigssel) er nú í eyði og
sýnilega lítt fallinn til selstöðu, en vissulega getur hér hafa verið
öðruvísi umhorfs á söguöld. Höfundur kom ekki á sjálft selið, en
Elías fullyrti, að þar sæjust engar menjar tótta. Að öðru leyti vísast
til bókarinnar Island eftir Kaalund, en þar er að finna greinargóða
lýsingu á dalnum með tilliti til skilnings á sögunni.
Ekki þurfti Einar að ríða langt frá Grjótteigsseli, þaðan sem
hann gætti hjarðar sinnar og Freyfaxi gekk með stóði sínu, til þess
* Þannig hjá höfundi. Heitir áin Grjótá og mun þetta vera misritun höf-
undar, e. t. v. vegna áhrifa af nafni selsins. - Þýð.
172
MÚLAÞING