Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 99
en heita Drottins börn;
þó höfum vér helzti lengi
hætt í þenna vanda
að forsmá föðurinn vorn;
svo er nú komið, hann kallar hátt með æði,
kann hans enginn stöðva ógnabræði:
Fleygja skal þeim í fjandans kvalir og mæði,
sem finnst ei skrýddur hreinu brullaupsklæði“.
Einnig minnist hann á dómsáfelli í kvæðinu Hugbót. Loks talar
hann um sauði og hafra, hvernig þeir séu aðskildir á degi reiknings-
skaparins, í kvæðinu um hinn síðasta dag.
Mjög sjaldgæft er að sjá kvæði eftir sr. Einar Sigurðsson, þar
sem guðs sé ekki að einhverju getið. Eitt þeirra fáu, eða ef til vill
hið eina, sem svo er með, er kvæðið: „Einar kenndur orðasmið-
ur“, en það kvæði er að finna í J. S. 80 8vo og J. S. 400 4to, en auk
þess segir P. E. Ó., að kvæðið sé í handritinu Lbs. 956 8vo, en það
handrit er nú úti í Kaupmannahöfn.
Eitt og eitt áminningarkvæði hefur sr. Einar kveðið, þegar hon-
um hefur fundizt þess þörf, en sjaldgæft er það, og hefur honum
verið margt annað hugljúfara yrkisefni en það. Eitt slíkra kvæða
er áminningarkvæðið: „Heyrðu maður mín orð“, 22 erindi alls, og
telur P. E. Ó. líklegt, að orsök þessa kvæðis sé deila sr. Einars við
sýslumann Múlaþinga, Erlend Magnússon, sem talað er um hér að
framan.
Annað kvæði þessu skylt, er áminningarkvæði hans til valds-
manna: „Heyri þér hátt svo skíran“. Vafasamt er, hvort fleiri á-
minningarkvæði eru til eftir sr. Einar, en þessi, sem nú hafa verið
tekin til athugunar.
Stundum hefur sr. Einar tekið yrkisefni sitt úr biblíunni t. d.
Hahab, Naaman sýrlenzki o. s. frv. Líka hefur hann ort geysistóran
kvæðabálk út af guðspjöllum allra sunnudaga ársins, og dæmisögur
segir hann og leggur út af þeim í ljóðum sínum, s. b. „Kviðlingur
um líkingu um magann og limuna“, og „Samtal og ágreiningur lík-
ama og sálar“ o. fl. En þótt efni ljóðanna sé oft óskylt og ólíkt,
þá er þó eitt sameiginlegt með þeim öllum, en það er hinn ljósi
MÚlaþing - 7
97