Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 185
fjalla sem stór, flöt tilbreytingalaus ísbreiða, sem hækkaði jafnt og
þétt til suðurs. Þótt við værum í nokkurra kílómetra fjarlægð, gát-
um við séð, að jökulröndin var dökk, óhrein og alsett svörtum rák-
um, sem lágu ýmist samsíða jöklinum eða þvert á hann. Einnig
fengum við greint svartar smáöldur neðan við jökulröndina, allt
saman merki um umrót á jarðveginum. Við sáum Jökulsá koma úr
suðri og sameinast Kringilsá, draga síðan Sauðá að sér.* Eftir
kortinu að dæma áttu þessi vatnsföll að koma saman mörgum míl-
um norðar. 011 liásléttan milli okkar og jökulsins virtist okkur þrúg-
andi auðn, en er við komum niður á hana rákumst við hér og þar
á bletti með strjálum grasplöntum og smágerðum víði, þar sem
einmana spói sást á flögri. Við rákumst á eina vepju og síðan ekk-
ert lífsmark utan nokkrar kindur á stöku stað.
Snæfell birti okkur tiginn tind og niður frá honum að vestan
lágu tveir skriðjöklar og í suðri beindu upptök vatnsfallanna svört-
um örvum mót hinum hvíta og dimmbláa boga jökuls og himins.
Frá Aðalbóli að norðurbrún jökulsins áttu samkvæmt kortinu að
vera sex mílur í beinni línu. Mér til stórrar undrunar komum við að
jökulröndinni eftir um það bil 5 stunda reið. Við stönzuðum við
sæluhús hjá Sauðá,** lítilli sprænu, sem fellur í Jökulsá, í línunni
Snæfell - Kverkfjöll, eða með öðrum orðum Iþú mílu norðar en
jökulröndin átti að liggja. Eg spurði Elías eftir skýringu á þessu.
Hún var nærtæk: Fyrir 11 árum (1890)11 í júní og júlí heyrði fólk
í dölunum norðurundan drunur frá jöklinum, og þegar menn komu
i ágústmánuði að jökulröndinni að leita fjár, sáu þeir sér til mik-
illar furðu, að stórt svæði á öræfunum var hulið jökli, sem rutt
hafði og bylt jarðveginum á undan sér. Jökullinn var nú aðeins
mílufjórðung frá sæluhúsinu og víðlend heiðaafrétt hulin jökul-
dyngjum. Þar sem áður hafði verið 2J/ó stundar reið að jöklinum
fóru menn nú á stundarfjórðungi. Jafnframt þessu höfðu jökulvötn
þau, er mynda Jökulsá á Brú, - Jökulkvísl, Jökulsá, Kringilsá o. fl.
- stórlega breytt rennsli sínu. Slík jökulhlaup eru vel þekkt á ís-
landi og ekki sízt frá Vatnajökli, en undir fargi hans blunda eld-
stöðvar, sem valdið hafa miklu tjóni.
Höfundur á við Sauðá á Brúardölum, er fellur í Jökulsá að vestan.
Sauðá á Vesturöræfum, er fellur í Jökulsá að austan. - Þýð.
mulaþing
183