Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 17
Fagradal. Flytja þá gÖmlu hjónin þangaö og líður að móðuharð-
indum 1783. Arið eftir var eymdar- og dauðaár á Islandi og þá
deyja gömlu hjónin bæði í Fagradal. Fagridalur er í Refsstaða-
kirkjusókn og nú er prestur á Refsstað séra Sigfús Guðmundsson,
gáfaður maður, og hann jarðsyngur þessi hjón á Refsstað og dregur
enga dul á það, að þau hafi dáið úr skorti. Börn þeirra voru þá öll
fátæk, nema Ragnheiður húsfreyja á Bustarfelli, og Björn sonur
þeirra bóndi á Egilsstöðum hafði lent í sauðaþjófnaði tveimur árum
fyrr og hefur það verið þung raun fyrir þessi heiðurshjón.
Nú hefur það komið í hlut þeirra hjóna, Guttorms og Guðrúnar,
að vernda galdrabókina góðu og það hefur þeim tekizt, þótt nú yrði
hagur þeirra þröngur og þau færu víSa búferlum. Var nú Guttormur
við fimmtugsaldur. Þótti hann óþjáll, níðskældinn og kom sér ekki
vel, eftir sögum að dæma. Hann fór frá Fagradal í KetilsstaSi í
Hlíð þetta sama vor eða hið næsta, og er þá Elísabet dóttir þeirra
hjóna, talin í manntalinu 1816 33 ára og fædd á Ketilsstöðum. En
hún var aumingi og kristfjárómagi á Fossvöllum og hefur ekki getað
sagt rétt um aldur sinn og aðrir ekki vitað betur. I þjóðsögum
spyrst um Guttorm í Húsavík og Austdal í SeyðisfirSi og kveSur
hann þá níð. Árið 1816 er Guttormur kominn á J ökuldalshrepp,
þar sem hann var fæddur og telst 82 ára. Guttormur sonur hans er
þá á Fljótsdalshreppi, eða börn hans hingað og þangað. Eitt þeirra
var Páll sterki, faðir Sveins sterka á Dallandi. Ekki eru önnur börn
Guttorms Guðmundssonar í Múlasýslum 1816 en Guttormur og
Elísabet fyrrnefnd. Enn voru börn hans, Guðbjörg, sem átti GuS-
mund Árnason í Ærlækjarseli og Jón, er var í Suður-Þingeyjar-
sýslu, en þó líklega í Húsavík 1816, 22ja ára gamall.
Þar með var þessi merkilega bók komin á hreppinn - Jökuldals-
hrepp — og betri hrepp gat hún ekki lent á. Þá bjó á Hákonarstöðum
Pétur Pétursson, sá af Pétrum Péturssonum, sem kallast Hákonar-
staða-Pétur, því þangað kom hann fyrstur þeirra, sonur Bótar-Pét-
urs, Skjöldólfsstaða-Péturssonar, Jónssonar ættfræðings á Skjöld-
ólfsstöðum, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal, Sölvasonar. Hákon-
arstaða-Pétur var mikilhæfur maður, og fróðleikur og hagleikur á-
samt mikilli karlmennsku og drenglund voru ættareinkenni þessara
Pétra og lengi síðan.
Múlaþing
15