Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 170
Á Þórisstöðum (nr. 4, austan ár) sjást ennþá 6—7 húsatættur,
þar á meðal ein stór (6x12 skref). Auk þess standa hér fjárhús
frá Vaðbrekku á tveim stöðum þar sem líkur eru til, að áður hafi
verið tættur. Sagt er, að hér hafi byggð tekizt af í svartadauða,
en staðurinn hafi byggzt aftur og síðan farið í eyði á nýjan leik.
Hér vex dálítið birki, og víðir sem er sleginn og nýttur til vetrar-
forða handa fénu. Suður frá þessu eyðibýli stóð Tobbahóll, (Þor-
bjarnarhóll, nr. 5) venjulega nefndur Hóll, þar sem Þorbjörn bjó.
Þær tættur, er þar voru áður, hafa algerlega eyðzt af vatnagangi.
Aðalból, örlagaleiksvið Hrafnkels sögu, stóð, að því er menn
gerst vita, þar sem bærinn stendur nú. Að sögn Sigurðar Vigfús-
sonar, voru honum sýndar hér harla óljósar tættur útibúrs og skála
Hrafnkels goða.4
Nú, eins og á söguöld, eru hlíðar dalsins nær allar ristar skorn-
ingum sem vatnið fossar um niður í dalinn í leysingum á vorin.
Þeir bregða sérstæðum, hrjúfum svip yfir landslagið og eiga þátt
í, að skriðuföll og vatnagangur hafa nær eytt gróðri í hlíðunum
og að nokkru á undirlendi dalsins. Á söguöld var þetta með svip-
uðum hætti. Það er ljóst af frásögninni af aðförinni að Hrafnkatli,
þegar Sámur og flokkur hans, kominn af alþingi yfir hálendið, (ef
til vill upp með Þjórsá og um Vatnajökulsveg með norðvesturrönd
jökulsins og svo yfir Brú), reið eftir hálsinum milli Jökuldals og
Hrafnkelsdals til þess að geyma hestana í hlíðinni upp af Aðalbóli,
meðan þeir réðust að bænum. Þar nefnast Hrossageilar í sögunni
168
MÚLAÞING