Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 60
Stundum held ég að við höfum hlegið saman, en aldrei heyrði ég
hann blóta, en það gerði ég oft og af mikilli orðgnótt. Eg skammast
mín fyrir það, að ég man ekki lengur með vissu, hvernig hann var
litur, en mig minnir þó að hann hafi verið grár. Gott og vel. Við
köllum hann þá Grána, þó að það geti svo sem vel verið, að hann
hafi verið einhvern veginn öðruvísi á litinn. Hitt er aftur á móti
öruggt, að Gráni minn var karlkyns, því engin kvenkynsvera mundi
láta til sín heyra önnur eins búkhljóð og Gráni minn gerði, þegar
mikið lá við.
En þetta mun nú vera orðinn nægilega langur formáli og mál að
hefja sjálft ferðalagið, sem var ástæðan til þess að ég skrifa þessar
línur. Eitt verð ég þó að taka fram strax, að á þeim fjörutíu og
fjórum árum, sem liðin eru frá því, að þetta skeði, hefur fölskva
slegið á margt í minningunni, en í höfuðatriðum mun ég þó fara
rétt með og að minnsta kosti ekki viljandi halla réttu máli, eða
hagræða sannleikanum eins og stundum er sagt nú til dags á fínu
máli.
Eins og áður sagði var ég í símavinnuflokki Síma-Brynka þetta
sumar, 1928, og geta allir séð hve gamall ég hef verið þá, þar sem
ég er fæddur anno 1911. Mér var gert að mæta í Vopnafjarðarkaup-
túni, Tanga, síðari hluta maímánaðar og man ég glöggt, að tekið
var fram, að heimanbúnaður minn skyldi eigi vera meiri en svo,
að ég gæti sjálfur borið hann. Þó fór nú svo, að vegna umhyggju
móður minnar blessaðrar varð bagginn mér í fyrstu ærið erfiður.
Faðir minn flutti mig út á Tanga og daginn eftir vorum við fjórir
Vopnfirðingar, sem áttum að vera í flokki Síma-Brynka um sumar-
ið, fluttir sjóleiðis út í Fagradal frá Tanga á róðrarhát, ekki all-
stórum. Var þetta mín fyrsta sjóferð á ævinni og fannst mér full-
lítið standa upp úr sjónum af bátskelinni og eitthvað leið mér
skringilega. En hvað um það. Við lentum heilu og höldnu í Fagra-
dal, komum þar inn og þágum góðgerðir hjá Kristjáni Wium
])ónda, vini föður míns. Mér var klappað og ég var kysstur og „Jes-
ús minn hvað drengurinn er orðinn stór.“ Eg var þá orðinn rúm-
lega þrjár álnir, sem var einsdæmi í Vopnafirði á þeim árum. Mér
hefur alltaf verið illa við klapp og kossa, nema undir vissum kring-
umstæðum, vitanlega, en við máttum ekki slóra, öxluðum bagga
58
MÚLAÞING