Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 92
hér með blindað hjartað mitt;
herra Jesús gefi það kvitt,
og láti mig líknar njóta.“
í þessu erindi gefur sr. Einar í skyn, að kveðskapur sinn, fram
að þeim tíma, hafi verið gálaus, léttúðugur og meira veraldlegur,
en góðu hófi gegndi. En á þessum árum virðast hafa orðið þátta-
skipti í lífi hans; hugur hans virðist hafa meira hneigzt til and-
legrar íhugunar og trúarlegra þenkinga, en fjarlægzt veraldlegt gjá-
lífi, andvaraleysi og léttúð. Um þetta atriði segir hann sjálfur:
„Þrítugum var mér vitrað
að vanda ljóð Guði til handa;
lét ég þá Hugbót heita
hróður fyrst þann hinn góða;
aumur var ungdómstími
áður fyrr, sem Guð náði.
Síðan kyn betri kvæði
kom í rím alla tíma.“
Kvæðið Hugbót hefur þá verið fyrsta skrefið, sem sr. Einar steig
inn á hina nýju braut, braut, sem átti eftir að verða glæsilegur og
langur skáldaferill mesta sálmaskálds hinnar sautjándu aldar. Og
var sannarlega ekki illa af stað farið.
Tvennt er það aðallega, sem einkennir sr. Einar sem skáld, og
gefur honum sérstakan og einstæðan persónuleika.
Annars vegar er það búningurinn, sem hann klæðir hugsanir
sínar í, málið, rímið og orðalagið. Hins vegar er það lífsskoðun
höfundar, sem hvarvetna blasir við í skáldskap hans, bjargföst
Guðstrú og mikið andríki.
A dögum sr. Einars Sigurðssonar, má segja að íslenzk kvæðagerð
hafi verið á miklu niðurlægingarskeiði, eins og raunar tungan öll.
Hjá flestum skáldum þess tíma úði og grúði af þungum, torskildum
kenningum, útlendum og hálfíslenzkum orðskrípum, og mjög lítil
áherzla var þá lögð á rím og form. En einmitt í þessum atriðum
gnæfir sr. Einar uppúr skáldahóp síns tíma, eins og klettur úr haf-
inu.
90
MÚLAÞING