Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 50
Þessi vetur hélt sig lítið við almanakið. Má segja að samkvæmt
því hafi komið álitleg viðbót við báða enda hans. Svo sem fyrr segir
hóf hann göngu sína snemma í október og stóð í sínu fulla veldi
fram í maí. En 8. maí um vorið brast á iðulaus stórhríð. Stóð hún
í tvo sólarhringa. Fórust í því veðri mörg hundruð fjár í næsta
nágrenni við Fossvelli. Veðrið skall á að áliðnum degi. Var fé víð-
ast hvar úti, því að einhverjir hnjótar munu hafa verið komnir, að
minnstakosti sumstaðar. Var veðrið svo hart frá upphafi, að ómögu-
legt reyndist að koma fé til húsa, þar sem á móti var að sækja. Sleit
það frá mönnum og hvarf á augabragði. Attu smalar sums staðar
fullt í fangi með að hafa sig til bæja, en ekki vissi ég til að neinn
yrði úti í því veðri.
En eftir að þessu veðri slotaði, fór tíðin að batna.
Kannast nokkur við?
Eftirfarandi vísur höfum við eftir Onnu í Dagverðargerði, en hún nam þær
af ömmu sinni, er ættuð var úr Borgarfirði, og telur þær þar upprunnar. Engu
að síður kannast roskið fólk, er spurt hefur verið þar í sveit, ekki við vísur
þessar.
Ekki verður nú fullyrt, að erindin hafi áður verið fleiri, en óneitanlega bend-
ir ýmislegt til þess, að þetta Þorrakvæði hafi verið lengra.
Eru það tilmæli okkar til lesenda, er kynnu að vita einhver deili á erindum
þessum, eða kunna fleiri, að þeir leyfi Múlaþingi að fregna þar nánar af.
Ritstj.
Þeysir í garðinn, það sjá lýðir,
Þorri afgamli karlinn sá.
Fagnið honum nú bændur blíðir
bezt sem unnt er og verða má.
Uti standið þá kemur karl,
kveðjið hann hýrt með ræðuspjall.
A meðan kaffið hrundir heita
húsfreyja karli færir mat;
ost, pottbrauð, svið og áskurð feitan,
allt saman lagt á silfurfat,
á undirskálum einnig þar
allskonar beztu kræsingar.
48
MÚLAÞING