Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 113
35. Huggunarvísur: „Hver sem eftir ástmann þreyr“. 14 erindi (Vb.).
36. Vísur um Jóhannes evangelium: „Eg hefi Ijóst í Jesú trausti“. Erindi 24
alls (J. S. 583 4to).
37. Iðrunarvísa: „Jesú góði, auk þú mér“. Erindin alls 28 (Vb., Lbs. 1847
8vo, .). S. 413 8vo).
38. Samtal og ágreiningur líkama og sálar: „Jesús, Guðs hinn sæti son“. Er-
indin alls 29 (Vb.).
39. Sálmur: „Jesús Guðsson vor angursbót“ (J. Þ. Om Digt). .1. Þ. segir
erindin 12, P. E. Ó. segir kvæðið, eður sálminn, í Ny Kgl. Saml. 139 b 4to.
40. Vísur unr sæta nafnið Jesú: „Jesú nafnið er einkar sætt í nrunni“. Erindin
alls 10 (Vb.).
41. Kvæði af draumi kongsins í Babýlon: „Kongur, frá ég, sjálfur sá“. Erind-
in alls 16. Viðlag: „Daníel fékk í draumi vitran kennda" (Vb.).
42. Um gæfulag Guðs kristni: „Kristni Guðs skal kvæðasmíðið vanda". Er-
indi alls 61 (J. S. 583 4to).
43. Með vísnabókinni: „Lesari góður líttu á“. 11 erindi (Vb., Lbs. 164 8vo).
44. Um skammv. og fallv. líf: „Ljúfi Jesú, mér leyfi“. 33 erindi alls (Vb.).
P. E. Ó. segir kvæðið í Ny Kgl. Saml. 139. b. 4to.
45. Kvæði af ekkjunni Tamar: „Með óbreytt lag skal efna lítið kvæði“. Er-
indi alls 30 (J. S. 583 4to, Lbs. 164 8vo).
46. Til heilags anda: „Meistarinn lærdómslista“. Erindi alls 50 (J. S. 583 4to).
47. Kvæði um Rahab: „Mig girnir þrátt að glepja hróp og eiða“. Jón Þor-
kelsson segir erindi kvæðisins 52 (J. Þ. Digt.), en annars staðar eru þau
32 (Vb.L
48. Nýársgjöf diktuð 1588: „Miskunn þína mildi Guð“. Erindi alls 31 (J. S.
583 4to). P. E. Ó. segir kvæðið í A. M. 714 4to, en þar er höf. ekki nefndur.
49. Maríuvers: „Mjúkast vildi ég mærðarvers“. Erindi alls 46 (Vb.).
50. Kvæði um Guðbrand biskup: „Móðurjarðar guð gerði". Víðast eru erindin
4 (Lbs. 164, 8vo, Lbs. 200 8vo, Árb. Esp., Bps. Bmf. II). Ein afskrift hefur
erindin 3 (í. B. 451 8vo).
51. Um þann síðasta dag: „Nógu þykir mér nóttin löng“. Viðlag: „Dimmt er
í heiminunr drottinn minn“. Sums staðar eru erindin 36 (Vb., J. S. 496
8vo). Ein afskrift hefur aðeins 31 erindi, en þar vantar sýnilega í (I. B.
347 8vo).
52. Kvæði af stallinum Christi: „Nóttin var sú ágæt ein“. Viðlag: „Emmanú-
el heitir hann“. Á einunr stað eru erindi kvæðisins 29 (Vb.). Á öðrum
stað eru þau 28 (Lbs. 192 8vo) og loks á einum stað aðeins 7, vantar þar
sýnilega í handritið (S. b. 1945).
53. Vísur unr sanna iðrun: „Postulinn drottins Páll með orðum þýðum“.
Erindi alls 13 (Vb.).
54. Ræningjakvæði: „Ræningja þraut þungri". Pr. í Tyrkjarán, Rv. 1906-9,
bls. 528-31.
55. Gátuvísur: „Seggjum vil ég það segja“. Erindi alls 10 (J. S. 583 4to).
MÚLAÞING
111