Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 129
Liðu svo nokkrar vikur, að Hólalandskýrnar komu ekki út í
Hagann. Það var búið að færa frá og ég farinn að sitja yfir ánum,
oftast uppi í fjalli fyrir ofan Sesseljulramra og oft uppi í Tjarnar-
botnum sem eru inn og upp frá hömrunum. Var ég enn áminntur
um að gæta vel í kringum mig og sæi ég kýrnar frá Hólalandi uppi
í Botnum átti ég að hraða mér heim, hvað sem ánum liði.
Svo var það einn sunnudag, þegar liðið var nokkuð á sumarið,
að farið var til kirkju. Heima vorum við systkinin, Sigurður sem
var hálfu öðru ári yngri en ég og systur okkar tvær, báðar yngri,
og Sigurbjörg amma okkar til að gæta bús og barna. Ærnar voru
hafðar heima við þennan dag og áttum við bræður að gæta þeirra.
Vorum við mest heima við bæinn. Ærnar voru spakar og hreyfðu
sig lítið. Oðru hvoru klifruðum við upp á bæjarhúsin til þess að
sjá betur til ánna. Einu sinni þegar við vorum að horfa til ánna,
sáum við það að Hólalandskýrnar voru komnar í Nátthagann.
Hundarnir voru lokaðir inni, þegar kirkjufólkið reið úr hlaði, en
höfðu litlu síðar sloppið út og þotið út allar götur á eftir kirkju-
fólkinu. Að vísu hafði verið lagt blátt bann við því, að ég kæmi
nálægt Hólalandskúnum, en leitt þótti mér að sjá þær í Haganum.
Það gat dregizt fram á kvöldið, að fólkið kæmi frá kirkjunni, - og
það fór svo þrátt fyrir bannið, að ég fór að hugsa upp ráð til að
koma kúnum úr Haganum. Fyrst kom mér til hugar að finna mér
vænan kaðalspotta í keyri, en við nánari athugun fannst mér að
betra mundi, ef ég gæti fundið mér hæfilegt barefli. Síðan fór ég að
leita. Hér og þar fann ég hrífuskaftsbrot, en þau voru ónýt. Til þess
að reyna þau sló ég þeim við stein í bæjarveggnum. Loks fann ég
spýtu, sem þoldi, hvernig sem ég lamdi henni við steininn. Þessa
spýtu leizt mér vel á að hafa að vopni. Þetta var sívalingur úr rauð-
viði, álíka gildur og orf, en ekki lengri en svo, að hann tók mér rétt
upp fyrir hné, þegar ég studdi honum niður við fótinn.
Amma hafði tekið eftir því, að ég var eitthvað að snúast, og
spurði mig að hverju ég væri að leita, en um það fékk hún víst engin
glögg svör.
Þótt ég væri nú búinn að fá ágætt barefli, hikaði ég enn um
nokkra stund, en hélt svo áleiðis inn í Haga. Þegar ég kom á vegg-
inn hikaði ég enn og virti fyrir mér hópinn, sem raðaði sér þar sem
Múlaþing
127