Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 80
legast, að hann hafi komið í skólann 1552. Sama ár var hann svo
vígður aðstoðarprestur til séra Björns Gíslasonar að Möðruvöllum.
Sr. Sigurður Þorsteinsson hélt Grímsey til dauðadags, eða nánar
tiltekið, til ársins 1562.
Banamein hans segir, dr. Jón Þorkelsson, að hafi verið vatns-
sýki. (Kv. St. 01.). P. E. Ó. segir ástæðuna, lélegt drykkjarvatn,
(ísl. æfiskrár) en Espholín segir í Árbókum sínum: „Hann dó þar
af vatni, það er skyrbjúgstegund, er illt vatn veldur, og deyja
margir af, og flestir fá þá sýki aðkomandi í eyjuna, nema menn
vita ei til um presta síðan.“
í þennan tíma var ráðskona að Möðruvöllum, Margrét Helga-
dóttir. Foreldrar hennar, Helgi Eyjólfsson og Sigríður Olafsdóttir,
voru bændafólk úr Hörgárdal.
Varð gangur málanna sá, að ári síðar tóku þau saman ráðskon-
an og aðstoðarpresturinn, en héldu þó bæði starfi og stöðu hjá sr.
Birni, fyrir fátæktarsakir. í hjónaband gengu þau ekki fyrr en
árið 1563, og virðist Ólafur biskup Hjaltason hafa átt sinn þátt í
því, að til hjúskapar var stofnað, s. b. 41. er. Æviflokksins.
„Því einn var þá siður allra presta,
áður Ólafur af það réði,
að búa við kvinnur og börn geta,
en hann lét hjónabönd hvern prest binda.“
Árið 1559 fæddist þeim svo fyrsta barnið, var það sveinn, sem í
heilagri skírn hlaut nafnið Oddur, sá hinn sami, er síðar varð
kunnur í kirkjusögu íslands sem Oddur biskup Einarsson.
Árið 1560-’61 voru sr. Einari veitt Mývatnsþing; átti hann þar
víða heima t. d. á Helluvaði og jafnvel í Reykjadal, þó að hann
hefði prestsþjónustu um Mývatnssveit.
Virðist fátækt og basl hafa fylgt hinum unga presti og ráðskonu
hans; oftast hefur verið þröngt í búi, og ekki hefur það létt þeim
róðurinn, að um þetta leyti lézt sr. Sigurður úti í Grímsey, (1562)
og sótti þá sr. Einar móður sína og tók hana á heimili sitt, sömu-
leiðis tengdamóður sína.
Árið 1565 varð sr. Einar prestur að Nesi í Aðaldal; var það að
78
MULAÞING