Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 59
Varla þarf aö taka fram, að á þessum tíma, árið 1928, fóru allir
flutningar að mestu fram á hestum; bílar voru að vísu komnir á
stöku stöðum og vegaslóðar færir bílum út frá helztu verzlunar-
stöðum, mjög misjafnlega langt inn í landið, en engar langleiðir
færar bílum. En margir litu hýru auga til framtíðarinnar og
dreymdi stóra drauma um þá daga, þegar hægt yrði að aka bílum
um þvert og endilangt landið, eins og segir í vísunum eftir Þuru í
Garði.
En þau voru tildrög þeirra vísna, að Þórólfur Sigurðsson í Bald-
ursheimi eignaðist fyrstu bifreiðina í Mývatnssveit. Hann var þá
ritstjóri Eimreiðarinnar:
Framkvæmdanna forkólfur
flæktur í Eimreiðinni,
þvert um landið Þórólfur
þýtur á bifreiðinni.
En svo bilaði bifreiðin og Þura kvað:
Framkvæmdanna forkólfur
flæktur í bifreiðinni,
þvert um landið Þórólfur
þýtur á Eimreiðinni.
Ymsir álitu, að þar sem hægt væri að fara með hestkerru þyrfti
ekki að gera svo ýkjamiklar umbætur, til þess að þar mætti einnig
aka bíl. Vera má, að þetta hafi verið álit Síma-Brynka og hafi hann
nú ætlað að gerast brautryðjandi, ekki veit ég það, en hitt veit ég,
að þetta sumar hafði hann ákveðið að fara með hestkerru frá Seyð-
ísfirði til Akureyrar og skyldi ég hljóta þann vafasama heiður að
vera kerrustjóri, sbr. bílstjóri, - þá kallað kúskur. Próf hafði ég
ekkert. Þess þurfti ekki í þann tíð, enda kerran tiltölulega einfalt
farartæki, ef mótorinn, þ. e. a. s. hesturinn var ekki glannafenginn.
Rólyndir, latir hestar voru beztir og ég var svo heppinn, að þann-
:g var hesturinn, sem mér var fenginn til þess að framkvæma þetta
storvirki, rólegur og latur í bezta lagi. Við urðum beztu vinir, við
gretum áreiðanlega saman, þegar illa gekk og allt virtist vonlaust.
múlaþing
57