Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 30
T
Á blaðsíðu 38 byrjar svo ritgerð Jóns lærða, Urn grös og steina.
Talið er að þessa ritgerð hafi Jón samið fyrir Brynjólf biskup
Sveinsson, og þá litlu eftir 1640, en eflaust hefur Jón verið búinn
að semja hana áður, og átt hana í fórum sínum. Minnist ég á það
síðar. Talið er, að þessi ritgerð hafi víða verið til í handritum, og
til hennar er vitnað í ritum og nú nýlega í útvarpi, en fyrr var ekki
skrifað um gróðurfar landsins, utan þeir tveir ósamhljóða vitnis-
burðir, sem eru til um þetta efni, báðir gamlir: „Og skógur er þar
engi utan Björk, og þá lítils vaxtar“ og „í þann tíð var ísland viði-
(eða víði-) vaxið milli fjalls og fjöru.“ Af þessum sökum verður
þetta ætíð hin merkasta ritgerð. Þessi ritgerð endar á blaðsíðu 84,
og nær hún því yfir 47 blaðsíður.
Á blaðsíðu 85 byrjar ný fræði og og hefur að yfirskrift: Proble-
mata: spurningar. Er þessi ritgerð byggð þannig, að lærisveinninn
spyr en meistarinn svarar. Kennir hér margra grasa og eru þarna
m. a. spurningar, sem ekki hafa verið hafðar uppi á bókum á síð-
ustu tímum menningarsögunnar, allt fram á síðustu klámtíma. Er
hér eins og verið að blaka veikum vængjum við raunvísindamúr-
inn, sem ekki tókst að klífa fyrr en á síðustu tímum í mörgum *
greinum, og sést hér, að allir tímar reyna að hafa sín raunvísindi.
Lærisveinninn spyr t. d.: „Er það satt, sem konurnar meina, að ef
fóstrið hallast upp í móðurlífi að það sé illt teikn?“ Má það virð-
ast sennilegt, að þessa ritgerð hafi séra Björn í Sauðlauksdal þekkt,
og haft að nokkru leyti til fyrirmyndar, er hann samdi Atla, sitt
merkilega lífsvizkurit. Kaflinn tekur yfir 20 blaðsíður og endar á
blaðsíðu 105.
Þá byrjar kafli Um náttúrlegan galdur, og ættu það þá náttúr-
lega að vera hrein raunvísindi, og kennir þar margra grasa. Einn
af þeim náttúrlega galdri er að Tcoma einu eggi til að ganga upp eft-
ir þilinu. Annars eru hér nokkrar kaflafyrirsagnir: Að stinga svefn-
þorn, Að vinna hvern leík, Að leysa fjötra og lœsingar, Að vita hver
frá sér stelur, Á móti illum ásóknum, Um steininn í svölumaga, Að ,
skilja hrafnamál, Að gjöra kvíkasilfur, Að skrifa ósýnilegt letur,
Að fá hrafnsdúninn, Um þann góða og dýrmæta stein, Um upp-
fóstur krumma, er kemur með steininn, Að tendra Ijós sem ei slokn-
ar af vindi, Að gjöra fé spakt, Að láta köku snúast á eldi, Að hægja
28 MÚLAÞING
J