Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 11
var um að ræða, er foreldrar réðu giftumálum barna sinna og létu
ástina engu ráða. Vera má og að galdrameistarinn hafi þótt við-
sjármaður að eiga við í tengdum og ekki sá frægðarorðsporsmaður
af sínum háttum, að tengdir hafi verið eftirsóttar við hann. Var
hann þó fjárgæzlumaður góður, svo börn hans hafa ekki þurft að
ganga út á hrakhólana.
Fáar heimildir eru nú til um séra Einar, þótt þetta orð, galdra-
meistari, sé mikið orð og feli í sér ekki litlar heimildir um mann-
inn. Sagt hefur verið, að hann hafi haldið skóla á Skinnastað, og í
galdri, því ekki er gert ráð fyrir að hann hafi getað kennt annað.
Svo hefur það vitnazt, að hann átti eina mikla galdrabók, svo hér
hefur verið meira en meðalgaldramaður á ferðinni. Löngu eftir
daga séra Einars spyrst af þessari bók svo að afkomendur hans hafa
varðveitt hana, og er þá ekki að furða þótt þeir sleppi ekki við
galdraorðið. Munu þó næsta fáar þjóðsögur vera til af galdraafrek-
um þeirra. Er það merkilegt, að heita galdrameistari og geta þó
ekkert af því sem Sæmundur fróði gat, en hann komst þó aldrei svo
hátt að heita galdrameistari.
A dögum séra Einars voru lærðir menn frekast kallaðir meistarar
þegar þeir vissu eitthvað mikið meira en almennt gerðist í einhverri
fræðigrein. Það mun því nokkurn veginn víst, að galdrabók séra
Einars hefur verið fræðibók í gömlum og aflögðum - og enda höt-
uðum fræðum - sem fá þessa einkunn að vera galdrar, sama sem
djöfulsins athæfi. Eitthvað er það skrýtið, ef séra Einar heldur
galdraskóla og á galdrabók á þeim tíma, sem var og hét galdra-
brennuöld og margir fengu á að kenna. Ekki þarf að gera ráð fyrir
því, að hinn vígði maður hefði sloppið við galdraofsóknir. Það sýn-
ir saga Árna prests Jónssonar, sem borinn var galdri og gat ekki
sannað sakleysi sitt fyrir ofsóknum presta og biskups og varð að
flýja úr landi 1681, alveg á sama tíma og séra Einar heldur galdra-
skólann og les í galdrabókinni. Sama máli gegnir um séra Illuga
Jónsson á Kálfafellsstað nokkru fyrr, eða í byrjun galdraaldar. Ekki
þarf heldur að gera ráð fyrir því, að séra Einar hafi verið svo vin-
sæll, eða varfærinn í sínum skólamálum og bókarlesi, að víkingar
galdrabrennualdar hefðu ekki að minnsta kosti reynt að koma hon-
um á kné, en til þess virðist aldrei koma að hann sé ekki í fullum
múlaþing
9