Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 97
um, hefur Guð snúiff mótlætinu honum til blessunar. Jafnvel konu-
og barnamissir opnar ekki fyrir augum hans hyldýpi örvæntingar
og vonleysis, því að örugg vissa um endurfundi að leiðarlokum
brúar það djúp:
„Hraustur faðir sig hugga vildi
við lukkusamt þeirra líf í dauða,
sagðist gleðjast af seinni fundum
endalausum þar í Guðs hendi.“ (192. er.)
Og loks á gamalsaldri, þegar hann lítur yfir liðna ævi, verður
niðurstaðan sú, að gott verk hefur Guð gert á honum:
„Sjálfur Einar því svo réð mæla,
þá seytján ár um sextugt hafði:
Lof sé guði fyrir langa ævi,
barnaheill mína og blessun alla.“ (204. er.)
Sama lífsviðhorf kemur í Ijós í Ellikvæði hans; ekkert er öruggt
í hinum fallvalta heimi, nema Guð einn, og því skyldi ekki veikur og
vanmáttugur maðurinn leita í það örugga skjól, s. h. 21. erindi:
„Fel ég mig nú með fullri trú,
faðir, á hendi þinni,
og allt það lán, mér unnir þú,
ástmann hvörn, konu og börn,
þín miskunn sé þeim mildust vörn,
þó mínu lífi linni.“
Ekki er ósennilegt, að einna mestur trúarhitinn speglist og end-
urómi í nýárssálminum: „Yfirvald englasveita“. Sálmur þessi, sem
er tuttugu og fimm erindi, er í heild dýrðlegur lofsöngur til Guðs
og hrópandi bænir um náð og varðveizlu. Við lestur hins fagra
sálms, læðist að manni sú spurning, hvort að eitt mesta sálmaskáld
Islands á 19. öld, sr. Matthías Jochumsson, kunni ekki að hafa
orðið fyrir áhrifum frá sálmi sr. Einars, er hann orti hinn fagra
sálm: „Guð, minn Guð, ég hrópa“. Upphaf tuttugasta og fimmta
erindis í sálmi sr. Einars er á þessa leið:
MÚLAÞING
95