Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tiðarfarið á árinu 1945 var samkvæmt skýrslu Veðurstofunnar
fremur hagstætt. Meðalhiti ársins var rúmlega 2° yfir meðallagi.
Úrkoman var um 10% umfram meðallag á öllu landinu. Vetnrinn
1944—1945 (des.—marz) var lengst af óhagstæður. Þó var óvenju-
milt og hagstætt tíðarfar í marzmánuði. Hiti var um 2° yfir meðal-
lagi og úrkoma 8% meiri en í meðallagi. Vorið (apríl—maí) var hag-
stætt framan af, en síðan kalt með köflum. Gróðri fór seint fram. Hiti
var til jafnaðar um 2° yfir meðallagi og úrkoma í meðallagi. Sumarið
(júní—september) var hagstætt á Norður- og' Austurlandi, en vot-
viðrasamt síðara hlutann sunnan lands og' vestan. Gróðri fór vel
fram, og varð spretta á túnum yfirleitt góð. Heyskapartíð var góð
um allt land framan af, en erfið sunnan lands og vestan, þegar á leið.
Kartöfluuppskera var góð. Hiti var tæplega 2° yfir meðallagi, en úr-
koman um 20% umfram meðallag. Sólskinsstundir í Reykjavik voru
166 færri en í meðallagi, en á Akureyri 61 fleiri en meðaltalið. Haustið
(okt.—nóv.) var óvenjumilt og hagstætt. Hiti var um 4° yfir meðal-
lagi, en úrkoma 12% meiri en í meðallagi.
Þrátt fyrir aflabrest á síldveiðum og erfiðleika landbúnaðarins
vegna fólkseklu og búfjársjúkdóma var afkoma atvinnuveganna yfir-
leitt góð á árinu og hið sama ríkissjóðs. Hins vegar var gjaldeyris-
afkoman út á við óhagstæð og sýnt, að í fullkomið óefni stefndi i
þeim efnum. Samræmd voru kjör verkafólks í landinu, og varð yfir-
leitt hækkun á grunnkaupi um 12—20%, en mestu munaði um mjög
verulega hækkun á kaupi fyrir eftir- og næturvinnu, sem mjög mikið
kvað að vegna vöntunar verkafólks. Laun starfsmanna ríkisins, eink-
um hinna lægst launuðu, hækkuðu mjög verulega með launalögum
nr. 60 12. marz 1946. Framfærslukostnaður fór enn hækkandi á ár-
inu þrátt fyrir áframhaldandi niðurgreiðslur landbúnaðarafurða iir
ríkissjóði. Verðlagsvísitalan var 274 í janúar (miðað við 100 á fyrsta
ársfjórðungi 1939), en 285 í desember. Meðalverðlagsvísitalan var
277,3, en 267,8 á næst liðnu ári.
Auk almennra ummæla um gott árferði og efnalega hagsæld al-
mennings, sem má heita almennt viðkvæði héraðslækna, láta þeir
þessa sérstaklega getið þar að lútandi1):
Rvík. Um afkomu nianna í héraðinu er svipaða sögu að segja og
1) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr Hafuarfj., Aiafoss, Stykkis-
hólms, Flateyjar, Þingeyrar, Siglufj., Eskifj. og Stórólfshvols.