Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 21
19
Kverkabölga hefur verið skráð með mesta rnóti, og reyndar eru
henni kennd óvenjulega mörg mannslát. Að öðru leyti virðist hún
að engu leyti hafa hagað sér frábrigðilega.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Talsvert áberandi, einkum að vorinu og haustinu, þó aldrei
verulega illkynja.
Akranes. Gerði óvenjumikið vart við sig' á þessu ári, einkum um
vorið og sumarið.
Kleppjárnsreykja. Stakk sér niður alla mánuði ársins og faraldur í
júní og júlí.
Bórgarnes. Var á ferðinni allt árið, án þess að um sérstaka far-
sótt væri að ræða. Súlfanilamíð kom að góðum notum.
Ólafsvílcur. Vart alla mánuði ársins nema ágúst, september og í
nóvember.
Reykbóla. Gekk aðallega í júní og júlí samtímis kvefsótt og iðra-
kvefi. Biönduðust þessar sóttir alla vega saman, og urðu sumir tals-
vert illa úti, sem fengu þær tvær eða allar þrjár samtímis eða hverja
ofan í aðra. Verst var þó hálsbólgan, sem gat verið allþung og þrálát,
þótt hún væri að mestu fylgikvillalaus. Einn fékk mikla phlegmone og
abscessus tonsillaris eftir hálsbólgu, sem tók sig' upp hvað eftir annað.
Patrelcsfj. Gekk í september samfara því, að vart varð mænusóttar.
Bildudals. Gerir töluvert vart við sig flesta mánuði.
ísafj. Tilfellin flest væg og nokkurn veginn jafnt dreifð yfir alla
mánuði ársins. Um sumarið komu nokkur svæsin tilfelli af angina
lacunaris. Þau voru öll á ferðafólki, sem kom yfir Þorskafjarðarheiði
og hafði gist í Reykhólasveitinni, en aðrir smituðust ekki.
Árnes. Stakk sér niður í flestum mánuðum ársins, en gekk aldrei
sem faraldur.
Hólmavikur. Yfirleitt viðloðandi allt árið.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli alla mánuði ársins nema í maí. Flest
i apríl og nóvember. Öll tilfellin væg, nema eitt, 40 ára kona, sem fékk
angina septica. Lá fyrst heima fast að 2 mánuðum. Fékk mikið af súlfa-
lyfjum án sjáanlegs árangurs. Hef raunar aldrei séð verulegan árang-
or af þeim við hálsbólgu. Tók ég konuna á spítalann og gaf henni
pensilín með undraverðum árangri. Er hún hafði fengið 200 þúsund
Oxfordeiningar, mátti hún heita albata eftir 2 sólarhringa.
Blönduós. Yfirleitt væg'. Þó voru 2—3 tilfelli með allslæmri ígerð,
þar af 1 svo, að gefa varð pensilín, því að þar náði bólgan undir
iungurætur (angina Ludovici).
Sauðárkróks. Gerir vart við sig' flesta mánuði ársins, og júní og'
ágúst virðist vera um smáfaraldra að ræða.
Hofsós. Nolckur tilfelli, flest væg.
Ólafsfj. Gerði vart við sig alla mánuði ársins. Sumir sjúklingar,
einkum börn, fengu veikina oftar en einu sinni.
Dalvílcur. í öllum mánuðum ársins. Eitt tilfelli gerðist septiskt,
úanamein 23 ára manns; súlfalyf og pensilín dugðu eigi þar.
Grenivíkur. Kom eitthvað fyrir flesta mánuði ársins. í september
og olctóber óvenjumörg tilfelli, með háum hita, höfuðverk, bein-
verkjum og slæmri líðan í bili.