Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 22
20
Breiðumýrar. Gerði vart við sig alla mánuði ársins nema desem-
ber, en þó aldrei neinn faraldur.
Húsavíkur. Nokkur allt árið, en aldrei mjög þung.
Vopnafi. Varð mjög lítið vart.
Egilsstaða. Kom fyrir flesta mánuði, aðallega hjá fólki innan við
tvítugt. Dreifð tilfelli, yfirleitt væg.
Seyðisfi. Gerði með meira móti vart við sig.
Nes. Fleiri skráðir en oft áður, flestir í júní—júlí. Ekki ólíklegt
samt, að þar sé málum blandað, sem síðar verður sagt.
Búða. Gerði vart við sig flesta mánuði ársins. Yfirleitt væg.
Djúpavogs. Væg. Einu sinni gróf í hálsi, svo að í þurfti að skera.
Breiðabólsstaðar. Hálsbólgufaraldur í krökkum í júlí og ágúst.
Víkur. Væg.
Vestmannaeyja. Gerir alltaf vart við sig á ýmsum aldri allt árið.
Eyrarbakka. Lítils háttar alla mánuði ársins. Flest tilfellin vor-
mánuðina. Lítið um hálsígerðir.
Laugarás. Aldrei illkynja.
Keflavíkur. Óvenju mikið um hálsbólgu, einkum í ungum börnum,
seinna part ársins. Var það eins og 1944. Var að vísu ekki hættuleg,
en oft var með henni nefkvef. Bar mest á þessu í Iveflavík. Fannst
okkur báðum læknunum, að mikið drægi úr faraldri þessum eftir
áramót, er hætt var að selja aðra mjólk en gerilsneydda í Keflavík.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl. 10968 16476 14320 16938 15982 20248 21777 14086 18459 16158
Dánir 2215144362
Árið virðist hafa verið öllu minna kvefár en næst liðið ár og kvefið
í meðallagi um tíðni og þyng'd.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Allmiklu minna bar á kvefsótt en næsta ár á undan, en þá
var verulegur faraldur að henni, einkum tvo síðustu mánuði ársins.
Á þessu ári kvað mest að henni í janúar, bersýnilega leifar af þeim
faraldri. Fyrir vanskil á skýrslum margra starfandi lækna má ætla,
að mjög margir kvefsóttarsjúklingar falli undan skrásetningu. Björn
Gunnlaugsson hefur mikla og jafna aðsókn sjúklinga og er manna
reglusamastur um skýrslugerð. Með því að bera sjúklingatölu hans
saman við íbúatölu bæjarins kemur í Ijós, að um 20 þúsund manns
ættu að hafa fengið kvefsótt í héraðinu á árinu og leitað læknis, og
er það ekki ósennilegt. Kvefsóttin var yfirleitt væg, og enginn er tal-
inn dáinn úr henni.
Akranes. Gekk hér alla mánuði ársins, eins og að undanförnu, en
nú var ekki verulegur munur á veikinni eftir mánuðum og aldrei
inikill faraldur.
Illeppjárnsreykja. Með meira móti. Tók fólk á öllum aldri jafnt.