Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 24
22
Egilsstaða. Stöðugt viðloðandi, einna mest síðustu mánuði ársins,
en annars nokkuð jafnt. Ekki verulega illkynjuð, en erfið ungbörn-
um og öldungum.
Seyðisfí. Kvef með meira móti. Enginn mánuður kveflaus.
Nes. Kvefsóttirnar sem oftar aðalfaraldrarnir og nú ekki minna
um þær en annars. Gengu yfir í þremur bylgjum, í janúar, önnur í
júní—júlí og hin þriðja 3 síðustu mánuði ársins. Var hin fyrsta
sjúklingaflest. Um aðra bylgjuna er sama að segja og um hálsbólg'-
una, að vafi er á réttri flokkun faraldranna. Fylgikvillar geta ekki
talizt margir né miklir og' tæplega greinilegur munur á hinum ein-
stöku sóttum. Taldir eru 15 með sinusitis, 19 með otitis, þar af 5
með grefti, og 18 kveflungnabólgur.
Búða. Er hér mjög alg'eng. Má heita, að aldrei sé hér kveflaust.
Djúpavogs. Hefur stungið sér niður öðru hverju allt árið. Mest bar
samt á henni 3 síðustu mánuði ársins og langtum meira en skýrslur
greina, því að til fjölda margra var læknis ekki leitað. Kvef þetta
virðist hafa borizt austan af fjörðum hingað í héraðið og var mjög
smitandi. Lagði á sumum bæjum öll börn í rúmið, en fátt íullorðinna
veiktist. Alloftast hár hiti og' oft sár hlustarverkur. Nokkrir veikt-
ust af lungnabólgu upp úr kvefinu. Ég notaði mikið súlfadiasín og
í öllum tilfellum við mjög góðan árangur. Leiddi það til þess, að fólk
fór að biðja um að hafa lyf þetta hjá sér, og hef ég leyft það mörg-
um, er fjærst búa, en þó því aðeins, að það væri notað í samráði við
héraðslækni. Annars hef ég svo að segja aldrei orðið var við eitur-
áhrif af lyfi þessu, enda þótt það væri notað í stóruxn skömmtum.
Hafnar. Óhætt að segja, að hér komi ekki öll kurl til grafar, þar
eð fólkið kemur ekki til læknisskoðunar, heldur sendir eftir „kvef-
ineðulum“. Enn fremur hefur eitthvað af kvefinu sjálfsagt slæðzt
með flenzunni í febrúai’—maí.
Breiðabólsstaðar. Helzt ber á kvefsótt vormánuðina og í desember-
mánuði.
Víkur. Jafndreifð um alla mánuði ársins, allslæm í janúar, en verst
í júlí og' ágúst, og fengu þá nokkur börn pneumonia catarrhalis upp
úr kvefinu.
Vestmannaeyja. Alltaf viðloðandi, mest áberandi á haustin og ver-
tiðinni.
Eyrarbakka. Alltiður kvilli alla mánuði ársins.
Laugarás. Mest fyrstu 2 mánuði ársins. Eftir það aðeins strjál
tilfelli.
Iieflavikur. Talsvert illkynjuð kvefsótt gekk um allt héraðið fyrstu
nxánuði ársins, en fór rénandi úr því. Margir fengu langvarandi hita
og slím í lungu.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töt'lur II, III og IV, 3.
Sjúklingafíöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 68 8 „ 4 4 9 11 63 1 1
Dánir ....... 3 2 „ „ 1 1 1 2 „ „