Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 31
29
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
S júklingajjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúld.1) .. .. 548 670 417 686 377 1186 1427 808 846 840
— 2) .. . . 151 233 220 289 191 517 550 346 307 352
Dánir . . . . . . 102 117 114 124 91 109 99 67 70 67
Skráð lungnafaólgutilfelli beggja tegunda eru mjög svipuð talsins
siðast liðin 3 ár og iungnabólgudauðinn slíkt hið sama. Úr kvef-
lungnabólgu og lungnabólgu óákveðinnar tegundar dóu 7,3% skráðra
kveflungnabólgusjúklinga, úr taksótt 1,7% skráðra taksóttarsjúk-
iinga, og samanlagt reyndist lungnabólgudauðinn 5,6% allra sjúk-
linga skráðra með lungnabólgu.
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Kvík. Nokkuð kvað að kveflungnabólgu á árinu, þó allmiklu minna
en næsta ár á undan. 31 er talinn dáinn úr henni.
Akranes. Hefur komið fyrir alla mánuði ársins, mest í janúar og
febrúar og svo aftur með haustinu.
Kleppjárnsregkja. Allmörg tilfelli af lungnabólgu. Batnaði öllum
við súlfadíazín nema sjötugri konu með kveflungnabólgu. Henni sló
niður aftur, og hafði lyfið þá enga verkun. Fór ég þá til hennar (hi'xn
bjó á mjög afskekktum bæ), sat yfir henni á annan sólai’hring og dældi
í hana pensilíni. Batnaði við það, en var mjög langt leidd.
Ólafsvíkur. Hef fylgt þeirri reglu að telja kveflungnabólgu, þegar
hiti rýkur upp og bronchialöndun og vot slímhljóð eru (eins og
grautarhljóð í potti). Dreift yfir alla mánuði. Flestir skráðir 3 fyrstu
mánuði ársins.
Ríldudals. Nú notaði ég í fyrsla sinn pensilín við lungnabólgu. 6
niánaða barn var lcomið í dauðann, og súlfalyf verkuðu ekki, en við
pensilíndælingar brá fljótt til batnaðar, og fékk barnið skjótan og
góðan bata.
ísaf). Aðeins 2 kornabörn fengu veikina, og batnaði báðum.
Hólmavíkur. Kveflungnabólga gekk oft samfara kvefsóttinni.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli væg.
Blönduós. Varð 1 hvítvoðung og 1 öldungi að bana.
Sauðárkróks. Kona, 74 ára, dó úr kveflungnabólgu. Var orðin farin
að heilsu.
Hofsós. Mörg tilfelli í börnum.
Dalvíkur. Væg.
Húsavíkur. Frekar væg.
Þórshafnar. Allir sjúklingarnir fengu súlfadíazín (8—12, gr.), og
hatnaði öllum viðstöðulaust.
1) Pneumonia eatarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.