Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 32
30
Egilsstaða. Kom fyrir í sambandi við kvef og' vosbúð,
Seyðisfi. Súlfalyf kváðu niður sjúkdóminn á 2. og' 3. degi i öllum
tilfellum.
Nes. Sízt meira en búast hefði mátt við í öllu kvefflóðinu.
Búða. Oftast í sambandi við kvefsótt. Við öll lungnabólgutilfellin
notuð súlfalyf með góðum árangri.
Djúpavogs. Nokkur tilfelli, sem þó munu hafa getað verið fleiri,
því að nokkur börn, sem þungt voru haldin af kvefi því, er áður er
nefnt og fengu súlfalyf, voru ekki skoðuð.
Hafnar. Virtist láta vel undan súlfadiazíni.
Vestmannaeyja. Mest áberandi í 0—5 ára börnum, einkuin upp úr
kvefveiki.
Víkur. 7 mánaða ungbarn með pneumonia catarrhalis („bletta-
lungnabólgu“). Batnaði í svip við súlfalyf, en versnaði jafnharðan.
Batnaði vel á ca. 36 klst. við pensilínsprautur.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli vormánuði, flest væg.
Laugarás. Með minnsta móti bar á lungnabólgu á þessu ári. Öll-
um batnaði fljótt og vel við súlfadíazingjöf.
Keflavíkur. Allmikil brögð að ltveflungnabólgu, einkum fyrra hluta
ársins í sambandi við kveffaraldur, sem þá gekk, en reyndar öðru
hvei'ju allt árið. Á flesta verka súlfalyf ágætlega, en dálítið ber á
aukaverkunum frá lyfinu, einkum á börnum, sem sum fá uppköst,
en önnur verða vanstillt og taugaveikluð um tíma á eftir.
2. Um taksótt:
Rvík. Allmikið bar á taksótt, mest í lok ársins. Enginn talinn dá-
inn úr henni, og má vafalaust þakka það súlfa- og pensilínlyfjunuin.
Ólafsvíkur. Helzt í nóvember og desember. Yfirleitt virðast mér
lungnabólgur léttari nú en fyrir ca. 7 árum.
ísafi. í meðallagi, flest tilfellin í apríl—maí, þótt þá væri annars
rnjög lítið um kvef og aðra sjúkdóma. Öllum batnaði fljótt og vel
við súlfalyf.
Árnes. Nokkur tilfelli, sem flest munu hafa komið upp úr kvefi
vegna slæmrar meðferðar. Öllum batnaði fljótt og vel við notkun
súlfadíazíntalna.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli, yfirleitt væg'. 1 gamall maður fékk
lungnadrep upp ú taksótt og dó í sjúkrahúsinu.
Sauðárkróks. Lifðu allir.
Hofsós. Nokkur tilfelli, ekkert dauðsfall. Notaði eingöngu tabl.
sulfadiazini við lungnabólgu með ágætum árangri. Miklu minni
hætta á eiturverkunum frá þeim heldur en frá súlfapýridin- eða súlfa-
þíazoltölum.
Ólafsfi. Við 2 taksóttarsjúklinga notaði ég pensilín. Annar sjúk-
lingurinn var 63 ára gamall maður, sem fótbrotnaði. Er hann hafði
legið mánuð í fótbrotinu, fékk hann mjög þunga taksótt. Eftir
tveggja daga súlfadíazínmeðferð var útlitið svo alvarlegt, að ég byri-
aði á pensilínmeðferð, og smáféll hitinn þá. Mánuði síðar fékk hann
taksótt í annað sinn, en miklu vægari. Dugði súlfadíazín i það sinn.