Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 37
35
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkrir sjúklingar teknir á farsóttaskýrslur.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli, sum allþung. Allir sjúklingarnir konur.
Bolungarvikur. Hefur stundum virzt ganga hér eins og smávegis
faraldur, en ekki verið getið í skýrslum. Á þessu ári hefur lítið borið
á þeim sjúkdómi.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli, yfirleitt væg.
Blönduós. Sást 2 sinnum, í annað sinn á aldraðri konu, en i hitt
á ungri stúlku, sem hafði hann á hálsi.
Sauðárkróks. 2 tilfelli skráð, en mér er kunnugt um að minnsta
kosti 2 önnur tilfelli.
Húsavíkur. Nokkur tilfelli um sama leyti og hlaupabóla, og' virðist
oft fara saman.
Þórshafnar. Pitúitrín reynt sem áður. Árangur vafasamur.
Búða. Fáein tilfelli, þó að ekki væru skráð. Roskinn maður, er
fékk sjúkdóm þenna, var óvinnufær í 5 mánuði.
Djúpavogs. Ekki á mánaðarskýrslum.
Egrarbakka. Ekkert tilfelli á mánaðarskrá. Mun þó hafa séð fáein
tilfelli.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 43 72 33 4 38 102 169 82 17 8
Hér bregður nýrra við, að sjúklingur er talinn dáinn úr gulusótt,
og má mikið vera, ef ekki ber við hin síðustu ár, að hér stingi sér
niður illkynjuð lifrarbólga, alls annars eðlis en hin venjuleg'a um-
ferðargula. Minnisstæður er í þessu sambandi hinn mannskæði gulu-
íaraldur í Öxarfjarðarhéraði (mi Kópskershéraði), sem Jón heitinn
Árnason gerði rækilega grein fyrir í Heilbrigðisskýrslum 1942, bls.
50—53, en að vísu voru þau tilfelli undarlega sundurleit. Enn má
minna á, að 1943 létust um svipað leyti með gulueinkennum og úr
fosfóreitrun, að því er talið var, ungur maður á Selfossi (sbr. Heil-
brigðisskýrslur 1943, bls. 93) og ung stúlka á Skeiðum. Vöktu þessi
voveiflegu mannslát mikla athygli á sínum tíma, og var gerð gang-
skör að því að rannsaka, hvaðan hinum látnu hefði komið fosfór.
Erðu engar líkur leiddar að því, að þau hefðu til eitursins náð. Mun
og sjúkdómsgreiningin hvergi nærri hafa verið studd fullnægjandi
i'ökum, og er eftir á rnjög dregin í efa af þeim læknum, er næstir
stóðu.
Læknar láta þessa getið:
Segðisfj. 52 ára karlmaður veiktist af gulu, og hagaði sjúkdóm-
urinn sér eins og venjuleg umferðargula, en sjúkdómurinn magn-
uðist með hverri viku og' leiddi sjúklinginn til dauða eftir 3 vikur.