Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Side 38
36
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 22.
S júklingafiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 63 46 60 124 289 629 425 274 179 127
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Minna bar á þessum ltvilla en sum undanfarin ár.
Kleppjárnsreijkja. Nokkur tilfelli á víð og' dreif.
Ólafsvíkur. Varð vart.
Bíldudals. Sjálfsagt talsvert fleiri en skráðir eru.
Isafi. Með minnsta móti.
Blönduós. Sá aðeins tvisvar, í bæði skiptin á smábörnum.
Ólafsfi. Eins og vant er, koma ekki allar sýkingar til skráningar.
Grenivík. Fáein tilfelli, dreifð.
Seyðisfi. Með langminnsta móti. Allt létt tilfelli.
Búða. Gerði lítið vart við sig á árinu.
Djúpavogs. Fáein tilfelli dreifð.
Vestmannaegja. Nokkur tilfelli á strjálingi.
Laugarás. Þessi kvilli horfinn úr sögunni í bili.
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingdfiöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 1 „ „ 1 14 46 19 5 13 13
Dánir ........ „ „ „ „ 1 2 7 „ 1 „
Heilasótt er nú orðin landlæg sótt, sem búast má við, að skjóti
upp kollinum, hvenær og hvar sem er. Bót í máli er, að fyrir kraft
hinna nýju súlfalyfja er hún ekki lengur banvænn sjúkdómur til
líka við það, sem áður var, en til er, að hún leiki menn grátt með
varanlegum örkumlum, þó að þeir fái haldið lífi sínu. Á þessu ári
fer þó ekki sögum af því líkum óheillum.
Læknar láta þessa getið:
Rvílc. Lítið bar á heilasótt á árinu eins og næsta ár á undan.
Akranes. Kom upp í héraðinu í janúar (ekki skráð fyrr en í marz).
Sjúklingarnir miðaldra fólk. 1 tilfelli þungt og læknaðist með pen-
silíni, en hin létu undan súlfalyfjum.
Isafi. Batnaði öllum við súlfalyf.
Blönduós. Tvítugur sjómaður af Súðinni. Var lag'ður á sjúkrahús
og gefið pensilín með góðum árangri.
Ólafsfi. 1 tilfelli í miðjum júlí, hið fyrsta, er ég hef séð. Unglings-
piltur veiktist að næturlagi með höfuðverk, svima og velgju. Hiti 39° ■
Svipaður daginn eftir, og héldu foreldrar hans, að um uppsöluveiki
væri að ræða. Næsta dag fór hitinn upp í 40,9°, og var min þá vitjað
um hádegi. Pilturinn var þá sonmolent og með óráði. Ég byrjaði að