Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 41
39
ingu. Sjúkdómur hans var fyrst ákveðinn, eftir að hann hafði verið
hér nokkra daga. Ekki er vitað með vissu, hvaðan sjúkdómurinn
hefur borizt í Selfosshérað eða í bæinn. En við nánari eftirgrennslan
síðar kom i ljós, að í Hafnarfjarðarhéraði höfðu 2 börn veikzt af
vægri mænusótt í júnímánuði. Uin sömu mundir eða nokkru síðar
veiktist læknisfræðistúdent, sem dvaldist á Vífilsstaðahæli, allþungt
af mænusótt. Hér í bænum kvað mikið að veikinni i ágústmánuði.
Faraldurinn náði hámarki um .miðjan ágúst. Dró svo hægt og hægt
úr honum, og' lauk honum í nóvember. Athyglisvert er, hversu margt
veiktist af fullorðnu fólki. Um 30% af sjúklingunum voru milli 20
og 30 ára, 13% 30—40 ára og 7% yfir 40 ára, en aðeins 15% 1—5
ára. Mænusóttarfaraldur þessi verður að teljast væg'ur. 3 sjúklingar
eru taldir dánir vir honum í héraðinu, en nokkrir fengu þó allvíð-
tækar lamanir.
Kleppjárnsreijkja. 2 tilfelli í október—nóvember. Lömuðust báðir,
en fengu bata. Vera má, að eitthvað af iðrakvefstilfellunum í ágúst
hafi verið mænusótt.
Borgarnes. Tvítugur piltur fékk mjög miklar lamanir og verður
aldrei jafngóður.
Patreksfj. Mænusóttar varð vart í september. 3 tilfelli eru skráð.
Litiar lamanir fylgdu, enda bötnuðu þær allar. Um sama leyti gekk
angina tonsillaris um allt héraðið. Henni fylgdi hiti og stundum vott-
ur af hnakkaríg. Ef til vill hefur þetta allt verið sama sagan.
Bíldudals. 6 tilfelli skráð í ágúst og september. Öll voru tilfellin
væg, og' aðeins 2 fengu dálitlar lamanir. Hjá öðrum hurfu þó lam-
anir fljótlega, og varð hann albata, en hinn, 5 ára drengur, fékk tals-
verða lömun á peroneus og tibialis anterior á hægra fæti. Honum
hefur þó verið að smáfara fram, og gengur hann nú orðið sæmilega.
Er von um, að hann fái ekki varanlegt mein af.
Flategrar. Samfara andfæra- og iðrakvefi í júlí—september fengu
nokkrir sjúklinganna einnig höfuðverk, verki í mjóbak og hnakka,
sumir ógleði og uppköst, en aðrir niðurgang, og' entist þetta sjaldan
nema til 3. dags. 2 börnum í Súgandafirði leið svo, að þau voru lík-
leg til að vera með mænuveiki á byrjunarstigi, en ekkert fannst því
til sönnunar, þótt fylgzt væri með þeim í langan tíma. Munu sum
kvef- og iðrakvefstilfeilin fremur heyra til þessari veilu.
Bolungarvíknr. í október eru 3 sjúklingar skráðir með barnalömun.
Fyrst veiktist 13 ára stúlka af andlitslömun. Hún reyndist ekki með
sötthita, og ekki kannaðist hún við að hafa verið lasin daginn áður,
en þá hafði líkamshiti ekki verið mældur. Lét ég hana liggja rúm-
fasta, þar til öll lömunareinkenni voru horfin og nokkru lengur.
Kenndi hún sér ekki meins meir. Meðan stúlkan liggur, tekur bróðir
hennar, 8 ára gamall, að kvarta um verk í hnakkanum og ríg aftan í
hálsinum. Og einkum kennir hann sársauka við að beygja höfuðið.
Yfir sömu einkennum kvartar drengur, 7 ára, í næsta húsi og á sama
tímabili. Enginn sótthiti reyndist í drengjunum, eftir að þessi sjúk-
dómseinkenni komu í Ijós, og foreldrar þeirra kváðust ekki hafa
orðið varir við neinn lasleika í þeim áður. Þessi einkenni drengjanna
héldust allt að því 10 daga, og' voru þeir látnir liggja rúmfastir fyrir