Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Page 42
40
varúðar sakir. Börnum úr öðrum húsum var bannað að koma á heim-
ilin. Þó að það megi að vísu kallast vafasamt, að hér hafi verið um
barnalömun að ræða, þá þótti mér þetta einkennilegt með drengina, og
verið getur, að þessir sjúklingar hafi haft einhvern lítinn sótthita,
þótt ekki hafi borið á. Héraðslæknirinn í Fifileyrarhéraði hafði nokkru
áður látið þá skoðun sína í ljós við mig, að grun hefði hann um það,
að verið gæti um vafasöm barnalömunartilfelli að ræða í Súganda-
firði nokkru fyrr. Hvort þar hafa greinilega komið í ljós lömunar-
veikistilfelli, veit ég ekki. Þetta m. a. leiddi til þess, að ég fór hér
gætilega, enda fannst mér þetta allt saman grunsamlegt.
ísafj. Þótt veikin hafi ekki verið skráð, er mjög liklegt, að hún hafi
verið hér á'ferðinni um sumarið. T. d. veiktist barn á Sléttu í Hest-
eyrarhéraði af veikinni, en það hafði 5 dögum áður verið hér á ferð.
í þorpunum hér í kring stakk hún sér og niður. Nokkrir fengu líka
hér á staðnum hnakkaríg með ógleði og höfuðverk, sem stóð sjaldn-
ast lengur en sólarhring, en hvergi kom fram vottur af lömun. Um
sama leyti var og að ganga iðrakvef, og gerði það alla aðgreiningu
erfiðari.
Hesteyrar. Um lömunarveikina er það að segja, að hana fékk 5
ára drengur, sem 5 dögum áður hafði verið á ísafirði, og hefur því að
öllum líkindum tekið veikina þar, þótt hún væri eigi skrásett þar.
Drengurinn lamaðist á upphandlegg, en hefur síðan náð sér nærri
til fulls.
Árnes. 1 tilfelli skráð, unglingsstúlka. Fékk lítils háttar lamanir.
Nokkur fleiri tilfelli munu hafa átt sér stað, en læknir ekki sóttur til
þeirra, enda komu engar lamanir fram.
Hólmavíkur. Tók að gera vart við sig í ágúst. Getur verið, að hún
hafi byrjað nokkru fyrr, en var yfirleitt svo væg, að læknis var ekki
vitjað nema í einstaka tilfelli. En við nánari athugun kom í ljós,
að veikin hafði gengið nokkuð víða, þótt fá tilfelli væru greinileg.
Lítið um lamanir, en í sumum langvarandi magnlevsi og þreyta í
baki.
Hvammstanga. Mænusóttarfaraldursins varð fyrst vart í ágúst, 1
tilfelli skráð þá, en breiddist aðallega út í september. Var yfirleitt
vægur. Lítið um lamanir. 1 sjúklingur dó, 24 ára gamall karlmaður.
Kenndi fyrst lasleika að kvöldi 7. september. Var slappur um morg-
uninn 8/9. Fór þó á fætur og vann erfiðisvinnu allan daginn. Hiti um
kvöldið 38,2° og mikil vanlíðan. Lömun 10/9 í hægra fæti og breiddist
ört út. Dó 13/9. Andardráttarlömun. í 3 tilfelluin er um endurtekna
sýkingu að ræða. Höfðu fengið sjúkdóminn 1935. Einn þessara, 38
ára gömul stúlka, sem lamaðist þá í vinstra fæti, fékk nú allmikla
lömun á hægra fæti. Talsvert kvillasamt í september. Sennilegast, að
mikið af því hafi verið aðkenning mænusóttar.
Blönduós. Kom fyrir 3 haustmánuðina í 6 börnum og 3 um eða
yfir tvítugt. Tilfellin öll væg og sum ekki hafin yfir efa. Engar lam-
anir. B-vítamín var gefið. Enn 1 tilfelli sá ég vestur á Vatnsnesi. Var
sóttur þangað í fjarveru Hvammstangalæknis. Það var merkilegt að
því leyti, að þar var um að ræða 38 ára gamla stúlku, sem hafði
fengið veikina mörgum áruin áður og hafði allmiklar lamanir eftir