Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Síða 43
41
hana. Veikin var greinileg og með lömunum þeim meg'in, sem
stúlkan hafði ekki lamazt í fyrra skiptið.
Sauðárkróks. Verður vart í október. Eru þá skráð 2 tilfelli. Annað
án lamana, en var þó lengi að batna, hitt með paresis í handlegg. Má
vera, að fleiri tilfelli hafi verið, en þá aðeins aðkenning.
Akureyrar. Barst hingað í ágústmánuði, og var þá skráð 1 tilfelli
með lamanir, 3 tilfelli með lamanir í september og 1 í október. Senni-
lega mun hafa verið um miklu fleiri tilfelli þessa sjúkdóms að ræða
en þessi 5, sem skráð hafa verið, en ekki komu fram lamanir á fleiri
sjúklingum, og öll voru þessi tilfelli af léttara tagi, með fremur litl-
um lömunum.
Breiðumýrar. Laust eftir miðjan september byrjaði faraldur í börn-
um og unglingum, sem lýsti sér aðallega með hita og beinverkjum, en
að öðru leyti voru sjúkdómseinkenni mismunandi, ýmist kvef, háls-
bólga eða niðurgangur, og skráði ég' sjúkdómana í samræmi við það.
Hinn 29. september varð ég' svo var við lítils háttar lömun í fæti á 17
ára gamalli stúlku, og fór mig þá fyrst að gruna, hvers kyns væri.
Þann sama dag var ég sóttur til tveggja bræðra, J. Á., 17 ára, og H. Á.,
18 ára. Höfðu þeir báðir verið í vegavinnu austur á Mývatnsöræfum,
og veiktust báðir 28. september, en héldu báðir áfram vinnu, þar til
þeir lögðu af stað heim til sín kvöldið eftir. J. Á. hafði síðast koinið
til byggða 16. september, en H. Á. 23. september, en mjólk var send
til þeirra dag'lega. Enginn annar úr vinnuflokknum veiktist, og eng'-
inn hafði veikzt á þeim bæjum, sem mjólkin var send frá, svo að
vitað væri. Um kvöldið 29. september hafði J. Á. 39,5° og H. Á. 38,2°.
Um nóttina fengu báðir uppköst. 1. október fékk H. Á. lömun. Löm-
uðust báðir neðri útlimir svo að segja algerlega þegar fyrsta dag-
inn, og auk þess kom blöðrulömun. 2. október byrjaði lömun í J. Á.,
fyrst í báðum kálfum, en færðist svo smámsaman upp eftir, þar til
hann dó úr andardráttarlömun 4. október. 2 bræður, 17 og 19 ára,
er voru við smalamennsku austur í afrétt, er þeir veiktust, fengu háan
hita, mikinn höfuðverk, hnakkastirðleika og uppköst. Annar þeirra
lamaðist nokkuð á öðrum handlegg. Fleiri lamanir en þessar 4 komu
ekki fram. Skráð sjúkdómstilfelli eru 25, en hafa vafalaust verið
miklu fleiri, eins og alltaf er um farsóttir í strjálbýlinu. Það er sam-
eiginlegt með öllum sjúklingunum, sem lömuðust, að þeir höfðu reynt
mikið á sig, eftir að veikindin byrjuðu. Það er eftirtektarvert, að
allir sjúklingarnir eiga náin skyldmenni, sem hafa fengið varanlega
lömun eða dáið úr veikinni, og bendir það til þess, að tilhneiging til
lömunar hafi verið ættgeng'. Það má heita einkennileg tilviljun, að 3
af þeim 4 sjúklingum, sein lamast, eru staddir uppi á öræfum, fjarri
allri mannabyggð, er þeir veikjast. Framan af vetri voru margir, sem
kvörtuðu um höfuðverk, bakverki og alls konar slen og kenndu um
afleiðingum mænusóttarinnar.
Húsavíkur. í ágúst bar nokkuð á hitaveiki, einkum í börnum innan
7 ára aldurs, þar sem ekkert var hægt að finna annað en hitann.
Hatt mér í hug, að þetta gæti verið aðkenning mænusóttar, þótt
engar væru lamanir og lítil slekja á eftir. í september komu svo fyrir
tilfelli með lömun, og var þá ekki lengur um að villast. Af þeim, sem
e